Fylkir og Kornið - Góð blanda

Á þessu ári höfum við Fylkisfólk mörgu að fagna og af því tilefni kynnir Kornið í samstarfi við Fylkir glæsilega Fylkisköku til styrktar barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Fylkis.

Kakan verður til sölu í 2 vikur frá og með 21. September í Árbæjarbakarí og kostar aðeins 2.900 kr.

Einnig mun kakan verða seld á Fylkisvellinum í lokaleik meistaraflokks karla þann 23. September þegar við fögnum veru okkar í Pepsideildinni að nýju.

Áfram Fylkir

Mögnuð helgi framundan.

Kæru stuðningsmenn, foreldrar og Árbæingar allir, nær og fjær,

Lokaleikur okkar Fylkismanna í Inkasso deildinni er gegn ÍR næstkomandi laugardag, 23. September kl. 14:00 á Floridanavellinum.  Markmið okkar í ár var að fara beint aftur upp í Pepsi deildina, og höfum við náð því markmiði.  Ég vil skora á allt Fylkisfólk að mæta á leikinn gegn nágrönnum okkar og fagna árangrinum í sumar með okkar frábæru leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum liðsins, sem og öðrum vallargestum.  Fyllum stúkuna, verum jákvæð og höfum gaman ( í appelsínugulu, að sjálfsögðu ).

Kærar þakkir fyrir stuðninginn í sumar,

Stjórn Knattspyrnudeildar

Pepsi kvenna 
ÍBV - Valur 
Laugardagur kl 14:00

Inkasso 
Fylkir - ÍR 
Laugardagur kl 14:00

Minnum á Fylkisjakkana This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

HAUKAR - FYLKIR

Inkasso
Haukar - Fylkir 
Gaman ferða völlurinn
Laugardagur 
Kl 14.00

ALLIR Á VÖLLINN Í ORANGE (Fylkisjakkar ennþá til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ).

Fylkir - Árbæjarins besta

Fótboltaæfingar hefjast mánudaginn 18.september

Fótboltatímabilið 2017-2018 hefst mánudaginn 18.september samkvæmt meðfylgjandi töflu en samt með fyrirvara þar sem ekki er búið að ganga frá öllum þjálfararáðningum.   Æfingar í Egilshöllinni byrja ekki fyrr en í október en við höfum bætt við tíma þar fyrir 7.flokk karla og kvenna sem er mikið fagnaðarefni þar sem þarna er besta æfingaaðstaðan yfir vetrartímann.  7.flokkur verður kl. 16:30 en 6.flokkur færist til 15:30 og mun Fylkir standa fyrir rútuferð úr Árbænum um 15:00 fyrir þau sem eru að fara á æfingu 15:30 ef næg þátttaka fæst.  Skoðunarkönnun vegna þess verður sett upp á FB síðum 6.karla og 6.kvenna. Það er átaksverkefni í gangi hjá deildinni að fjölga stelpum í fótbolta.  Það er þess vegna frítt að æfa í 8kv og 7kv frá 15.sept 2017 til 31. mars 2018. 

knattspdeild5

 

TVEIR LEIKIR Á MIÐVIKUDAG

NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ STANDA SAMAN.

Næsta miðvikudag eru bæði mfl,karla og kvenna að spila.
Karlaleikurinn átti að vera á föstudeginum en var færður vegna landsliðsverkefna.

Leikirnir eru báðir mjög mikilvægir og að sjálfsögðu vonumst við eftir því að vel verði mætt á báða leikina.

mið. 30. ágú 19:15 Pepsi-deild kvenna Gaman Ferða völlurinn Haukar Fylkir
mið. 30. ágú 17:45 Inkasso-deildin JÁVERK-völlurinn Selfoss Fylkir

 

Fylkir - Árbæjarins besta