Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Þær Bryndís Arna Níelsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir úr Fylki voru að klára verkefni með U-16 ára landsliðinu en þær enduðu í 3ja sæti eftir að hafa sigrað Holland á opnu Norðurlandamóti.

Íslenska liðið vann sterkar þjóðir eins og Þýskaland, England og Holland en það eru allt gestaþjóðir á þessu móti.

Ída Marín hafði áður spilað landleiki en Bryndís spilaði sína fyrstu landsleiki í þessari ferð.

Til hamingju með árangurinn stelpur.

Staða á framkvæmdum

Kæra Fylkisfólk

Nú eru framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli í fullum gangi.
Því miður fór verkið seint af stað og kannski ekki alveg á þeim hraða sem vonast var eftir. 
Undanfarnar vikur hefur þó allt verið á fullu og nú er verið að leggja hitalagnirnar í völlinn og það er von allra sem koma að verkinu að hægt verði að byrja að leggja grasið strax í næstu viku. 
Þeir sem koma að því að leggja grasið sjálf þurfa um 2 vikur til að klára sitt verkefni. 
Áætlað verklok eru sem stendur 25 júlí.

Við viljum biðja alla félagsmenn afsökunar á þeim seinkunum sem nú þegar hafa orðið en því miður höfum við ekki mikil áhrif á hraða svona verkefnis, þetta er stórt og tímafrekt verkefni og allir eru að gera sitt besta.

Vonandi heldur fólk áfram að vera jákvætt en við vitum að þetta verður félaginu, leikmönnum, iðkendum og stuðningsmönnum til heilla mörg næstu ár.

Með Fylkiskveðju og ÁFRAM FYLKIR

Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis

Næstu leikir í meistaraflokkum Fylkis

Næstu leikir í meistaraflokkum Fylkis

Fös. 29.06 kl 17:30 Mjólkurbikar kvenna Fylkisvöllur 
Fylkir - ÍBV

Sun. 01.07 kl 19:15 Pepsi-deild karla Extra völlurinn 
Fjölnir - Fylkir

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA


Villa
  • Error loading feed data