MIKIÐ AÐ GERAST - ÞJÁLFARAMÁL OFL

Helgi Sigurðsson ráðinn þjálfari Fylkis

Fylkir hefur ráðið Helgi Sigurðsson sem þjálfara meistaraflokks karla. Helgi hefur starfað hjá Víkingi undanfarin ár, þar sem hann hefur verið í þjálfarateymi meistaraflokks og náð frábærum árangri með yngri flokka félagsins.

Helgi sem er 42 ára er með KSÍ A gráðu semur við Fylki til þriggja ára.

Helgi náði á sínum leikmannaferli að verða Íslandsmeistari og atvinnumannaferillinn var farsæll en hann spilaði með mörgum liðum erlendis við góðan orðstýr. Landsliðsferill Helga er glæsilegur, spilaði 62 A-landsleiki og 43 yngri landsleiki og í þessum leikjum skoraði hann 28 mörk.

Knattspyrnudeild Fylkis bindur miklar vonir við ráðningu Helga og býður hann velkomna til starfa.

Jafnframt vill knattspyrnudeild Fylkis nota tækifærið og þakka fráfarandi þjálfara Hermanni Hreiðarssyni og þjálfarateymi hans fyrir þeirra góðu störf.

 

Ólafur Ingi Stígsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis.

Fylkir hefur ráðið Ólaf Inga Stígsson (Óla Stígs) sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Óli hefur starfað við yngri flokka þjálfun hjá Fylki undanfarin ár en hann er uppalinn Fylkismaður.

Óli sem er 41 árs semur við Fylki til þriggja ára en hann er næst leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild, spilaði 9 A-landsleiki ásamt 30 leikjum með yngri landsliðum.

Knattspyrnudeild Fylkis bindur miklar vonir við ráðningu Óla og býður hann velkomna til starfa.

 

Jón Aðalsteinn þjálfar kvennalið Fylkis – Kristbjörg verður aðstoðarþjálfari

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Jón Aðalstein Kristjánsson um þjálfun á kvennaliði félagsins en samningurinn er til 2ja ára.

Jón er 39 ára og hefur verið í þjálfarateymi kvennaliðs Vals undanfarið ár ásamt því að vera með 2.flokk kvenna en hann gerði þær að bikarmeisturum í sumar. Hann hefur mikla reynslu sem meistaraflokks þjálfari en hann var þjálfari KF ásamt því að vera yfirþjalfari þar og þjálfaði Hamar í 3 ár ásamt þjálfun á fleiri liðum. Eins þjálfaði Jón 2.flokk karla hjá Fram og gerði Breiðablik að Ísalandsmeisturum í 2.flokk kvenna á sínum tíma.

Kristbjörg Helga Ingadóttir (Krissa) verður Jóni til aðstoðar en Krissa þekkir vel til liðsins en hún kom inn í þjálfarateymið í sumar ásamt því að hafa þjálfað liðið á sínum tíma.

Knattspyrnudeild Fylkis bindur miklar vonir við ráðningu Jóns og Krissu og býður þau velkomin til starfa.

Jafnframt vill knattspyrnudeild Fylkis nota tækifærið og þakka fráfarandi þjálfurum fyrir þeirra störf.​

 

Hákon í Fylki

Hákon Ingi Jónsson sem lék með HK í 1.deild karla í knattspyrnu síðasta tímabil, er genginn aftur til liðs við Fylki og semur til tveggja ára.

Hákon sem er uppalinn í Fylki er 21.árs sóknarmaður. Hann lék 22 leiki með HK í sumar og skoraði í þeim 13 mörk sem gerði hann að þriðja markahæsta leikmanni 1.deildar. Á sínum tíma spilaði Hákon 4 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Það er mikil ánægja að fá Hákon aftur heim í Árbæinn enda mjög efnilegur leikmaður þar á ferð.

Fylkisstúlkur í hæfileikamótun og á úrtökumóti

Þann 13. ágúst síðastliðinn fór fram æfing í hæfileikamótun KSÍ en í þetta skiptið valdi Halldór Björnsson stúlkur fæddar árið 2002. Fylkir átti þrjá fulltrúa á æfingunni en þær voru Freyja Aradóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Sigrún Arna Þorvarðardóttir.

Við Fylkismenn áttum einnig fulltrúa á úrtökumóti KSÍ sem fram fór 12.-14. ágúst á Laugarvatni en Þóra Kristín Hreggviðsdóttir fór fyrir hönd Fylkis. Brigita Morkute var einnig valin en hún gat ekki tekið þátt þar sem hún var erlendis á sama tíma.

Um liðna helgi fór svo fram hæfileikamót fyrir stúlkur fæddar 2002 og seinna og þar áttum við Fylkismenn fjóra fulltrúa, þær Freyju Aradóttur, Jenný Rebekku Jónsdóttur, Ídu Marín Hermannsdóttur og Sigrúnu Örnu Þorvarðardóttur.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar stúlkum.

Áfram Fylkir!

 

Þóra