Rosaleg vika framundan.

Kæra Fylkisfólk

Nú er tímabilið komið vel af stað á öllum stöðum, hjá meistaraflokkum og yngri liðum félagsins.
Sumarið fer ágætlega af stað hjá flestum flokkum. 
Kvennalið félagsins á mjög mikilvægan leik á miðvikudag í Grindavík og með sigri þar kemst liðið úr fallsæti. 
Leikurinn hefst kl 19:15 og vonandi fjölmennir Fylkisfólk til Grindavíkur. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir EM frí.

Karlalið félagsins fær svo FH í heimsókn í bikarkeppni KSÍ á fimmtudag kl 19:15. Sannkallaður stórleikur í Árbænum.

Fylkir ÁRBÆJARINS BESTA

NÆSTU LEIKIR MEISTARAFLOKKA FYLKIS
Mið. 28. jún 19:15 Pepsi-deild kvenna
Grindavíkurvöllur Grindavík - Fylkir

Fim. 29. jún 19:15 Borgunarbikar karla
Floridana völlurinn Fylkir - FH

Mán. 03. júl 19:15 Inkasso-deildin
Eimskipsvöllurinn Þróttur R. - Fylkir

Fös. 07. júl 19:15 Inkasso-deildin
Floridana völlurinn Fylkir - Haukar

Þri. 11. júl 19:15 Inkasso-deildin
Hertz völlurinn ÍR - Fylkir

Lau. 15. júl 14:00 Inkasso-deildin
Þórsvöllur Þór - Fylkir

 

Klárar Fylkisstelpur :)

Fylkisstelpurnar Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Katrín Vala Zinovieva og Bryndís Arna Níelsdóttir sigruðu í keppninni um klárustu knattspyrnustelpurnar á Rás 2.
 

Keppninni lauk á dögunum en undanfarnar tvær vikur hafa þrjár fótboltastelpur úr 4. flokki allra liða í Pepsídeild kvenna mætt í heimsókn til Dodda, Sölku Sólar og Sóla Hólm í þáttinn Sumarmorgnar á Rás 2 og tekið þátt. Keppnin fólst í að stelpurnar héldu bolta á lofti og kepptu svo  í fótboltaspurningakeppni.

Bryndís Arna hélt boltanum á lofti hvorki meira né minna en 1349 sinnum og sló þar met sem KR-stúlkan Alma Mathiesen átti fyrir, en hún náði að halda boltanum 1077 sinnum. Í spurningakeppninni svöruðu Fylkisstelpurnar 9 spurningum rétt og sigruðu þar með keppnina með samtals 224 stig. Í öðru sæti voru KR-stelpur með 217 stig og í þriðja sæti lentu FH-stelpur með 174 stig.

Þess má geta að Bryndís Arna setti persónulegt met í keppninni en fram að þessu var metið hennar í að halda bolta rúmlega 800 sinnum á lofti. Hún sló það met svo sannarlega, því eins og áður sagði náði hún að halda honum á lofti 1349 sinnum.

Sigurliðið mætti í heimsókn á RÚV, Efstaleiti í dag og fékk landsliðstreyjur frá KSÍ. Til hamingju Fylkisstelpur!

 

 

 

ENTERPRISE Rent-A-Car á Íslandi í samstarf við knattspyrnudeild Fylkis

Nýlega skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir tveggja ára samstarfssamning við bílaleiguna Enterprise. Enterprise mun vera einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar.  Vörumerki bílaleigurnar mun vera aftan á búningum meistaraflokka félagsins og eins munu auglýsingar prýða keppnisvöll félagsins.

,, Þetta eru góða fréttir fyrir deildina enda Enterprise öflugt alþjóðlegt vörumerki sem er að koma sér fyrir á íslenskum markaði.  Við hvetjum Fylkisfólk til að versla við Enterprise," segir Þórður Gíslason formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

,, Það er okkur sönn ánægja að fara í samstarf við Fylki enda frábært félag . Við vildum tengja okkur við félag eins og Fylki og við vonumst svo sannarlega eftir að samstarfið verði farsælt," segir Garðar Sævarsson hjá Enterprise Rent-A-Car. 

Stjarnan - Fylkir

ALLIR Á VÖLLINN

Þriðjudagur 20.júní
Samsungvöllurinn kl 19:15
Stjarnan - Fylkir

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA