LEIKIR, GETRAUNIR - STUTT Í HERRAKVÖLD

Það eru leikir hjá meistaraflokkum félagsins um helgina:

Föstudagur Mfl,kvenna FYLKIR – ÞRÓTTUR Egilshöll kl 21:00
Laugardagur Mfl,karla ÍR – FYLKIR Egilshöll kl 15:15

Minnum á getraunarkaffið í tengibyggingunni frá kl 11:00 á morgun laugardag.
ALLIR VELKOMNIR

Föstudaginn 20.janúar er herrakvöld Fylkis. Ert þú búinn að tryggja þér miða ?
Hægt að bóka borð á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Herrakvöld 2017

Sælir Fylkismenn!

Nú styttist í Herrakvöldið en það verður haldið í Fylkishöll föstudaginn 20. janúar. Við gerum ráð fyrir að sjá sem flesta eins og undanfarin ár en dagskráin er þétt og stórglæsilegt þorrahlaðborð á boðstólum.  Takið með ykkur vini og vandamenn og gerið ykkur glaðan dag á Bóndadaginn.

Miða má nálgast í Fylkishöll og eru menn hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst. Pantið ykkur borð með því að svara þessum pósti eða senda tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skötuveisla ofl

SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN

Það er mikið að gerast á næstu vikum hjá okkur Fylkisfólki.
Við vonum svo sannarlega að það verði góð þátttaka í þessum viðburðum.
Skötuveisla, flugeldasala og herrakvöld.
Það er tilvalið að gefa herranum gjafabréf á herrakvöldið.

Skötuveisla
Minnum á Skötuveisluna í Fylkishöll á Þorláksmessu kl 11:30 - 14:00
Verð 3.500.- (með kaffi og konfekti).
Borðapantanir fyrir hópa This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða 897-9295

Flugeldasala
Hvetjum alla Árbæinga og Fylkisfólk til að versla flugelda af félaginu.
Gestastofa stúkunnar.
28.-29.desember 16:00 - 20:00
30.desember 12:00 - 22:00
31.desember 10:00 - 16:00

Herrakvöld
Minnum á Herrakvöld Fylkis sem er 20.janúar.
Tilvalin jólagjöf fyrir bóndann. Hægt að kaupa í Fylkishöll.

Við skulum vera dugleg að koma þessu áfram (deila).
ÁFRAM FYLKIR

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2016

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2016 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 36. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annara liða og einstaklinga.

Í bókinni eru viðtöl við Aron Einar Gunnarsson, Dagnýju Brynjarsdóttur, Atla Viðar Björnsson, Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Klöru Bjartmarz. Þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um EM 2016 í Frakklandi, frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira.

Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira.

Í bókinni er m.a. ítarlega fjallað um hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en efstu leikmenn í báðum deildum voru verðlaunaðir af Bókaútgáfunni Tindi í útgáfuhófi vegna bókarinnar.

Islknatt2016kapa