Ólafur Ingi Stígsson inn í þjálfarateymi kvennaliðs Fylkis

Óli hefur verið með æfingar hjá liðinu ásamt Kristbjörgu og klára þau síðasta leikinn saman.
Óli er mikill Fylkismaður, uppalinn hjá klúbbnum og er næst leikjahæsti leikmaður félagins í efstu deild.
Við erum þakklát fyrir að fá Óla inn í þetta með okkur.

Nú mætum við öll á völlinn á föstudag og styðjum stelpurnar til sigurs.
Föstudagur
Fylkir - Selfoss
kl 16:00

ÁFRAM FYLKIR

Á meðfylgjandi mynd sést Óli Stígs í leik með Fylki, með fyrirliðaband eins og í mörgum leikjum.