Samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki

Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið.

Reykjavíkurborg tekur að sér að leggja gervigras ásamt nauðsynlegu undirlagi með snjóbræðslukerfi og vökvunarkerfi á aðalvöll félagsins og koma fyrir flóðlýsingu. Einnig verður annað sem tilheyrir vellinum svo sem girðingar, vallarklukka, mörk og varamannaskýli endurnýjað. Fylkir sér um að ljúka ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum við völlinn í tengslum við áhorfendasvæði.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið seinnihluta næsta árs. Völlur og búnaður verður eign Reykjavíkurborgar að framkvæmdum loknum og mun borgin annast rekstur vallarins, líkt og er með aðra gervigrasvelli á svæðum íþróttafélaga í borginni.

Æfingasvæði milli Hraunbæjar og Bæjarháls sem Fylkir hefur nýtt verður ekki notað sem slíkt eftir að gervigras er komið á aðalvöll félagsins. Reykjavíkurborg mun selja byggingarrétt á þeim lóðum sem þar losna.

Sameiginlegur stafshópur Fylkis og Reykjavíkurborgar vinnur að þarfagreiningu vegna samstarfssamnings um framtíðaraðstöðu félagsins og á tillaga að liggja fyrir í febrúar.

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2017

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru rúmlega 380. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annara liða og einstaklinga.

Í bókinni eru viðtöl við Hannes Þór Halldórsson, Sif Atladóttur, Hauk Pál Sigurðsson, Söndru Maríu Jessen og Guðna Bergsson. Þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi, um alla landsleiki Íslands í undankeppni HM karla og kvenna, þar með talið hvernig Ísland tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi, sem og aðra landsleiki í öllum aldursflokkum. Fjallað er um það sem er framundan hjá landsliðunum, nýja Þjóðadeildin er útskýrð o.fl.

Fjallað er ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira.

Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn og konur hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira.

Í bókinni er m.a. samantekt á því hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en efstu leikmenn í báðum deildum eru verðlaunaðir af Bókaútgáfunni Tindi í útgáfuhófi vegna bókarinnar.

Fylkir og Hjálparsveit skáta í samstarf

Fylkir og Hjálparsveit skáta í samstarf

Íþróttafélagið Fylkir og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning varðandi flugeldasölu í félagsaðstöðu Fylkis.

Flugeldasala Fylkis hefur síðustu ár verið í stúku félagsins við keppnisvöll og nú mun Hjálparsveit skáta sjá um söluna í samvinnu við Fylki.

,,Það er frábært fyrir Fylki að tengja sig við Hjálparsveit skáta enda frábært starf unnið af hjálparsveitinni. Við ætlum að gera okkar allra besta til að samstarfið gangi vel og að sjálfsögðu treystum við á að Fylkisfólk og Árbæingar versli sína flugelda hjá Hjálparsveit skáta við Fylkisvöll og styðji þannig gott starf beggja aðila. " Segir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis

"Við hlökkum til að mæta á Fylkisvöllinn með flugeldasöluna okkar og gefa þannig íbúum tækifæri til að styrkja tvö öflug félög", segir Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

 

Mikið að gerast.....

Minnum á komandi viðburði.

Nú er mikilvægt að byrja að setja saman hópa til að mæta í skötuveisluna hjá okkur í Fylkishöllinni, borðapantanir fyrir hópa This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Svo er það flugeldasalan í stúkunni og nú í fyrsta sinn í samstarfi við Hjálparsveit Skáta, hvað er betra en að styrkja tvö frábæra aðila á sama tíma. Nánar um opnunartíma síðar.

Að lokum okkar frábæra herrakvöld sem heppnaðist frábærlega síðast og því ætti stemmningin að vera svakaleg núna. Er miði á herrakvöldið jólagjöfin í ár ?