Til hamingju með afmælið Fylkir

Íþróttafélagið Fylkir á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn Fylkisfólk.

Njótum kvöldsins saman á vellinum og allir í ORANGE.

Pepsídeild karla
FH - Fylkir 
Kaplakrikavöllur
kl 19:15

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Reykjarvíkurúrval 2018

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 70 ára afmælismótið fram í Kaupmannahöfn dagana 27. maí – 1. júní. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum. Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar og sjúkraþjálfari. Fararstjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar.

Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, flest fædd árið 2004 og fáein árið 2005. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og skoðuðu þjálfarar leikmenn í ýmsum mótum. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 17 grunnskólum og tíu íþróttafélögum í Reykjavík.

Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, skoða myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu. Í viðhengi er dagskrá mótsins.

Reykjavíkurúrval keppenda í Fylki eru:  

Katrín Erla Kjartansdóttir Handknattleikur
Katrín Vala Zinovieva Handknattleikur
Svava Lind Gísladóttir Handknattleikur
Aron Snær Guðbjörnsson Knattspyrna
Árni Kjartan Bjarnason Knattspyrna
Máni Örvar Örvarsson Knattspyrna
Ómar Björn Stefánsson Knattspyrna

Villa
  • Error loading feed data