Knattspyrnudeild Fylkis auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir að ráða þjálfara í þrjá af yngri kvennaflokkum deildarinnar á núverandi tímabili. Umsóknir skulu sendar á Tómas Inga Tómasson yfirþjálfara knattspyrnudeildar á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Í umsókn skal taka fram reynslu við þjálfun, menntun og annað sem viðkomandi vill taka fram til að sýna fram á þekkingu hans og hæfni. 

Ungir leikmenn að semja í fótboltanum.

Í gær skrifuðu sex ungir leikmenn undir samninga við knattspyrnudeild Fylkis.

Allir samningarnir eru út tímabilið 2020.

Leikmennirnir eru:
Benedikt Daríus Garðarsson fæddur 1999
Daníel Steinar Kjartansson fæddur 1998
Hlynur Magnússon fæddur 1998
Nikulás Ingi Björnsson fæddur 1998
Magnús Ólíver Axelsson fæddur 1998
Natan Hjaltalín fæddur 1998

Við óskum drengjunum til hamingju með samningana.

FYLKIR – ÁRBÆJARINS BESTA

Penninn á lofti í Árbænum.

Penninn á lofti í Árbænum.

Á síðustu dögum hafa nokkrir leikmenn meistaraflokks kvenna gert nýja samninga við félagið, en allir samningar eru til tveggja ára. Um er að ræða eftirfarandi leikmenn:

Lovísa Sólveig Erlingsdóttir er fædd árið 1989. Lovísa hefur spilað með Fylki sl. 10 ár, en hún kom til Fylkis frá FH árið 2007. Lovísa er einn okkar reynslumesti leikmaður en hefur glímt við erfið meiðsli sl. 1-2 ár. Bundnar eru vonir við að Lovísa nái góðum bata á næstu mánuðum og geti spilað lykilhlutverk í okkar liði á næsta keppnistímabili. Lovísa á að baki fjóra U17 landsleiki og tólf U19 landsleiki.

Birna Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 2000 og er uppalin í Fylki. Birna kom við sögu í fimm leikjum meistaraflokks Fylkis í Pepsi-deildinni í fyrra en sl. mánuði hefur Birna verið að glíma við erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá knattspyrnuiðkun. Vonir standa til að Birna verði klár í slaginn fljótlega á næsta ári.

Sunna Baldvinsdóttir er fædd árið 1997. Sunna er uppalin í Breiðablik en gekk í raðir Fylkis sl. vetur. Sunna spilaði á sínum tíma einn leik fyrir U19 ára landsliðið.

Tinna Björk Birgisdóttir er fædd árið 1994.Tinna kom til Fylkis frá Aftureldingu sl. vetur en hún er uppalin hjá Breiðablik.Tinna spilaði á sínum tíma þrjá U17 landsleiki.

Rakel Jónsdóttir er fædd árið 1996 og er uppalin í Fylki. Rakel á að baki átta U17 landsleiki, þar sem hún skoraði eitt mark, og tvo U19 landsleiki. Rakel stundar nú nám við Elon University í Norður-Karólínu og dvelur því í Bandaríkjunum yfir vetrartímann.

Þá voru undirritaðir samningar við þrjá unga og upprennandi leikmenn, sem allar eru uppaldar í Fylki og voru að skrifa undir sína fyrstu samninga. Um er að ræða þær Sunnevu Helgadóttur (fædd árið 2000), Vinný Dögg Jónsdóttur (fædd árið 2001) og Þóru Kristínu Hreggviðsdóttur (fædd árið 2001), en Þóra Kristín kom við sögu í fimm leikjum meistaraflokks kvenna í Pepsi-deildinni í sumar.

„Þrátt fyrir að erfiðu tímabili sé nýlokið þá er mikill kraftur í okkar herbúðum og litið björtum augum til framtíðar. Eins og ég hef sagt áður þá gerum við okkur vonir um að halda öllum okkar leikmönnum og þessar undirritanir síðustu daga er þáttur í því. Það ríkir mikil bjartsýni í félaginu og leikmannahópnum og við hlökkukm til að takast á við það verkefni sem bíður okkar, að byggja upp lið til framtíðar. Þá er alltaf gaman að gera fyrstu samninga við uppalda, unga og upprennandi leikmenn sem við bindum vonir við að verði okkar framtíðarleikmenn.“ segir Halldór Steinsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.