Leó Ernir byrjaði hjá U-17 gegn Austurríki

Leó Ernir leikmaður 3.flokks Fylkis var í byrjunarliðinu þegar íslenska U17 landsliðið fékk eitt stig gegn Austurríki í dag. 

Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á sérstöku undirbúningsmóti UEFA en mótið fer fram í Skotlandi. Ísland er í riðli með Skotum, Króatíu og Austurríki. 

Óskum við Leó Erni til hamingju með áfangann.

 

leó

Fjórir Fylkisstrákar í úrtakshóp!

Fjórir Fylkisstrákar hafa verið valdir í úrtökuhóp fyrir Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu í ár.  Þetta eru þeir Bjarki Sigfússon, Daníel Smári Hlynsson, Mikael Ólafsson og Óskar Borgþórsson.  Óskum við þeim til hamingju og góðs gengis.

 

Fylkir og Skeljungur áfram í sama liði.

Knattspyrnudeild Fylkis og Skeljungur skifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samstafssamning. Þetta eru góðar fréttir enda hefur samstarfið verið gott undanfarin ár. Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að versla af Skeljungi. Þess má geta að Skeljungur rekur tvær stöðvar sem má segja að séu í hverfinu okkar. Það er Shell stöð á Vesturlandsvegi og svo er Orku stöð í Hraunbænum, á besta stað í Árbænum.

Við munum kynna samstafið betur á næstu dögum.

ÁFRAM FYLKIR – ÁFRAM SKELJUNGUR


Villa
  • Error loading feed data