Fylkir-KR, síldarveislan og uppskeruhátíð yngri flokka!

Í dag er mikið um að vera í fótboltanum hjá okkur, uppskeruhátíð yngri flokkanna er klukkan 13 í Fylkishöllinni, hin árlega síldarveisla er kl. 14 og svo stórleikur hjá meistaraflokki karla kl. 16, þegar þeir taka á móti KR.

Fylkir - KR kl. 16. Strákarnir okkar eru staðráðnir að hefna ósigurins á KR velli í sumar. Vertu með, því Fylkir kallar á þig!!  Mætum öll á Fylkisvöll og hvetjum okkar menn til sigurs. Áfram Fylkir!   Sjá umfjöllun um liðin og tölfræði á vef Fylkismanna.

Síldarveislan kl. 14. Ora hefur stutt frábærlega við Síldarveisluna okkar frá upphafi og án þeirra og fleiri velunnarra sem leggja okkur lið, gæti Fylkir ekki boðið árskortshöfum og gestum þeirra til þessa skemmtilega viðburðar. Sjáumst sem flest í Síldinni og síðan á leiknum.

Uppskeruhátíð barna og unglingaflokka Fylkis verður í Fylkishöllinni kl. 13. Hátíðin verður innandyra og verða heimatilbúin skemmtiatriði, allir flokkar verða kallaðir upp, andlitsmálun og fleira. Hefðbundnar viðurkenningar verða veittar, valinn flokkur ársins og í lokin verður grillað úti og hitað upp fyrir leik Fylkis og KR í meistaraflokki karla sem hefst klukkan 16:00.

 

aaaaaLismynd

 

 

Villa
  • Error loading feed data