FYLKIR bikarmeistari í 3. flokki

Lið Fylkis tryggði sér bikarmeistaratitil í 3.flokki kvenna í æsipennandi viðureign við Breiðablik síðastliðinn laugardag. Fylkisliðið hóf leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og stóðu leikar þannig þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Firnasterkt lið Breiðabliks var þó hvergi hætt og náðu að jafna leikinn á 46.mínútu en fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma og framlenging því óumflýjanleg staðreynd.
Lið Fylkis náði að skora í síðari hálfleik framlengingarinnar á 93.mínútu en Blikaliðið jafnaði svo leikinn á 95.mínútu.

Þegar flautan loks gall hjá dómara leiksins var staðan eftir venjulegan leiktíma og vægast sagt dramatíska framlengingu því 2-2 og þurfti vítspyrnukeppni til þess að skera út um hvort liðið tæki bikarinn með sér heim.

Vítaspyrnukeppnin var ansi skrautleg en ekki dugðu þær 5 spyrnur sem liðunum var úthlutað og þurfti því niðurstaða leiksins að ráðast með bráðabana. Alls þurfti 26 spyrnur eða 13 á hvort lið til þess að skera útum hvort liðið bæri sigurorð úr viðureigninni.

Loks var það svo að markmaður Fylkisliðsins Birta Ósk Ómarsdóttir skoraði úr 13 spyrnu Fylkis og varði svo í kjölfarið frá leikmanni Breiðabliks og lokaniðurstaða vítaspyrnukeppninnar 9-8 fyrir Fylki.

Þjálfarar 3. flokks kvenna hjá Fylki eru Kjartan Stefánsson og Sigurður Reynisson.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/09-09-2014/fylkir-bikarmeistari-i-3-flokki-kvenna-eftir-otrulega-vitakeppni#ixzz3CtqYaLlW

3flkvkbikar

 

Villa
  • Error loading feed data