Reynir Haraldsson til Fylkis

Reynir Haraldsson 19 ára vinstri bakvörður skrifaði rétt í þessu undir þriggja ára samning við Fylki. Reynir hefur  þrátt fyrir ungan aldur leikið 29 deildarleiki og 4 bikarleiki fyrir uppeldisfélag sitt ÍR og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann að baki fjóra landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands. Knattspyrnudeild Fylkis býður Reyni velkominn til félagsins.

Villa
  • Error loading feed data