Bíóferð á mánudaginn 15.des

Mánudaginn 15. desember ætla strákarnir að fara saman í bíó og verður þetta lokahóf fyrir jól.

Myndin sem þeir fara á heitir Big Hero 6 og fá þeir popp og kók.

Við þurfum að fá nokkra hressa foreldra til að koma með, endilega merkja við sig í skráningarskjali þegar þið skráið strákinn:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1rMnvXD9b6eBKESO4dFlUDQZ1hqySoBh5eFjSqR9GAXg/edit?usp=sharing

Strákarnir eiga að mæta upp í Egilshöll kl. 17:30, stundvíslega.
Þetta kostar pr. dreng 1000 krónur og greiðist á staðnum til Boga Haukssonar, formanns foreldraráðs.
Foreldrar sem ætla með á myndina greiða sama verð, 1000 krónur.

Við þökkum foreldrum og strákum fyrir árið sem er að líða og sjáumst hress og kát á æfingum á næsta ári

kv.
Foreldraráð og þjálfarar

Villa
  • Error loading feed data