Keppnisbúningur og BUR peysa

Til foreldra á yngra og eldra ári

Nú er komið að búningamálum drengjanna í flokknum.  Annars vegar er um að ræða svokallaða BUR peysu (BUR stendur fyrir Barna- og unglingaráð Fylkis, http://www.fylkir.com/fotbolti/barna-og-unglingarad.html) sem gert er ráð fyrir að allir drengir eignist.  Foreldrar og drengir safna auglýsingum á peysuna til að ná niður kostnaði.  Hins vegar er um að ræða keppnisbúninga en búningarnir eru á tilboði hjá samstarfsaðila Fylkis sem er Jako.  BUR peysan er afhent í tengslum við fótboltamótin í sumar, Vinamótið (yngra ár) og Shellmótið (eldra ár).  Nánari upplýsingar að neðan:

BUR peysan:

Það er á ábyrgð foreldra drengja í flokknum að safna auglýsingum til að setja á bak BUR peysunnar.  Ávinningur er í því að fá fyrirtæki til að auglýsa. Hver auglýsing kostar 40 þúsund (logo fyrirtækisins sett á bak peysunnar) og sá drengur sem nær í auglýsanda fær 30% eða 12 þúsund inn á sinn reikning.  Það er hálfur mánuður til stefnu til að safna auglýsingum þannig að endilega að byrja. Fyrstir koma, fyrstir fá - enda takmarkaður fjöldi sem kemst á eitt bak.  Sendið upplýsingar um nafn fyrirtækis og kennitölu, ásamt logo í fullum gæðum á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Keppnisbúningur

Um er að ræða tilboð sem ætlað er öllu félaginu og er í boði fyrir allar deildir. Keppnisbúningar verða eins í fótbolta og handbolta fyrir utan sokkana sem eru appelsínugulir í fótboltanum en hvítir í handboltanum.  Í skjalinu að neðan má finna upplýsingar um búningana og hvernig hægt er að máta, panta og greiða.

https://drive.google.com/file/d/0B6Z8bJjcs616cjVROWNwLUp0ZkE/view?pli=1

Villa
  • Error loading feed data