TIL FORELDRA YNGRA ÁRSINS - ÁRÍÐANDI

Okkur þykir leitt að þurfa að tilkynna ykkur að ekkert verður af mótinu á Laugarvatni í ár. Mótsnefndin fékk tilkynningu í dag frá vallarverði á Laugarvatni að eftir fund hans með grasafræðingum í morgun að fótboltavellirnir verða ekki í nothæfu ástandi um mánaðarmótin.

Við vitum að staðan er ekki góð og ætlar mótsnefnd að funda með þjálfurum sem allra fyrst til að finna farsæla lausn. Einnig er verið að skoða aðra möguleika um staðsetningu mótsins og halda sig við sömu dagsetningar.

Við vitum að þetta kemur illa við marga, fólk búið að bóka sér gistingar í kringum Laugarvatn og gera ráðstafanir. Því miður getum við í foreldraráðinu ekkert gert nema að bíða eftir frekari fregnum og vonum að þetta mál leysist farsællega.
Við munum halda ykkur upplýstum og látum ykkur vita um leið og við heyrum meira.
Bestu kveðjur,

Foreldraráðið

Villa
  • Error loading feed data