Frá foreldraráði

Að baki er þau tvö mót sem eru stærst í starfinu á hverju ári í 6. flokki kk, Vinamótið og Orkumótið. Okkur í foreldraráði langar að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þátttöku drengjanna okkar að veruleika og sem ánægjulegasta, farastjórum, liðstjórum, næturvörðum, nestisstjórum, bílstjórum og öllum forráðamönnum. Þátttaka Fylkis gekk í alla staði frábærlega og allir sýndu sínar bestu hliðar bæði innan vallar og utan. Íþróttafélagið Fylkir getur verið stolt af frammistöðu þátttakenda á mótunum og býr vel að eiga jafn hæfileikaríka upprennandi fótboltamenn eins og raun ber vitni.

Að lokum fá þjálfarar sérstakar þakkir enda stórgóðir í sínu starfi, metnaðarfullir fyrir hönd drengjanna og góðar fyrirmyndir.

Takk kærlega, áfram Fylkir!

Foreldraráð

Villa
  • Error loading feed data