Æfingagjöld fótboltans

Knattspyrnudeild

Flokkar                               Árgjald (15. September 2015 – 14. September 2016)         

8.flokkur                            35.000 (8ka) / 28.000 (8kv)*

7.flokkur                            65.000 (7ka) / 52.000 (7kv)*

6.flokkur                            70.000 (6ka) / 56.000 (6kv)*                                                    

5.flokkur                            77.000                                              

4.flokkur                            83.000 

3.flokkur                            83.000

2.flokkur                            93.000

* Átaksverkefni í að fjölga stelpum, frítt að æfa 15. september-31. desember 2015 í 8fl., 7.fl og 6fl.

 • Eftirfarandi reglur gilda um greiðslu æfingagjalda í yngri flokkum Fylkis. Reglurnar voru samþykktar á fundi barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fylkis (BUR) þann 2.9.2014.
 • Æfingagjöld eru greidd samhliða skráningu í gegnum Nora kerfið (https://fylkir.felog.is/). Foreldrar þurfa að skrá barn á námskeið að hausti.
 • Æfingaárið er ein heild sem byrjar um miðjan september ár hvert. Þriggja vikna frí er í kringum jól og áramót og tveggja vikna í kringum Verslunarmannahelgi.
 • Miða skal við að æfingagjöld séu greidd að hausti. Foreldrar geta notað frístundastyrk Reykjavíkurborgar eigi þau hann inni þegar gengið er frá greiðslu.
 • Hægt er að dreifa eða skipta greiðslum í allt að 9 skipti að hausti.
 • Iðkandi sem hefur æfingar á miðju tímabili þarf ekki að greiða æfingagjöld fyrir það tímabil sem liðið er. Í slíkum tilvikum skal þjálfari staðfesta hvenær barn/unglingur hóf æfingar. Foreldrar hafa samband við skrifstofu í kjölfarið vegna greiðslu æfingagjalda. Æfingagjöld eru þá endurreiknuð og hlutfölluð miðað við tímabil fyrstu æfingar og eru 15% hærri en uppgefin æfingagjöld í lið 14.
 • Ef Iðkandi hættir æfingum á miðju tímabili er heimilt að endurgreiða æfingagjöld fyrir þá mánuði sem eftir eru. Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundarkorti Reykjavíkurborgar.
 • Þegar barn hefur æfingar má það stunda æfingar í einn mánuð áður en að æfingagjöld eru innheimt. Ef barninu líkar ekki að æfa knattspyrnu og hættir innan mánaðar þarf ekki að greiða æfingagjöld. Ef aftur á móti barnið heldur áfram æfingum skal greiða fyrir það tímabil sem barn hóf æfingar á og fyrir það tímabil sem eftir er. Slíkt aðlögunartímabil er heimilt einu sinni á ári.
 • Heimilt er að lækka æfingagjöld yfir vetrartímann ef að iðkandi æfir aðra íþróttagrein innan Fylkis og æfingatímar skarast þannig að þátttakandi kemst ekki á viðkomandi æfingu Knattspyrnudeildar, enda er gert ráð fyrir að iðkandinn fái sama eða svipaðan afslátt í hinni íþróttagreininni. Ef iðkandi notfærir sér þennan möguleika þá eru æfingagjöldin reiknuð þannig út að iðkandi greiðir fullt sumargjald en fái afslátt af vetrargjaldi sem hér segir:
  • Ef um er að ræða tvær æfingar í viku og ein skarast má lækka æfingagjöld um 40% á viðkomandi tímabili.
  • Ef um er að ræða þrjár æfingar í viku má lækka æfingagjöldin um 25% fyrir hverja æfingu sem skarast á viðkomandi tímabili.
  • Ef um er að ræða 4 æfingar á viku má lækka æfingagjöldin um 20% fyrir hverja æfingu sem skarast á viðkomandi tímabili.
 • Ef ekki hefur verið greitt æfingagjald fyrir iðkanda er honum óheimilt að taka þátt í mótum sem flokkurinn fer á.
 • Ef áhugi iðkanda í 3. flokki hefur minnkað þannig að æfingasókn er lítil og takmarkaður áhugi er á að keppa með flokknum á mótum er heimilt að lækka æfingagjöld til iðkanda svo hann geti áfram notið félagslega þáttarins í starfinu. Iðkandi mætir þá á tvær æfingar á viku en tekur ekki þátt í opinberum mótum flokksins. Þjálfara er þó heimilt að kalla iðkenda inn í staka leiki ef vandræði eru við að manna lið vegna meiðsla eða annara ófyrirséðra atvika. Slík lækkun æfingagjalda er ekki framkvæmd nema þjálfari mæli með henni formlega og sendi umsókn um hana til Barna- og unglingaráðs. Ef áhugi eykst aftur hjá iðkanda og hann vill fá að nýju rétt til þátttöku í opinberum mótum þarf hann að greiða fullt æfingagjald.

Sjá almennar reglur um æfingagjöld

Villa
 • Error loading feed data