Góðar fréttir úr starfi Fylkis

Úrtaksæfingar U 18 karla
Um síðustu helgi fóru fram úrtaksæfingar hjá U-18.
Við Fylkismenn áttum þar 2 stráka þá Birkir Eyþórs og Nikulás Val.

Þrír frá Fylki á úrtaksæfingar hjá U-16.
Helgina 24.-26. mars næstkomandi fara fram úrtaksæfingar U-16 karla fyrir drengi sem fæddir eru 2002.
Þrír Fylkis strákar hafa verið valdir til þátttöku á æfingunum, þeir Dagbjartur Alex, Orri Hrafn og Ólafur Kristófer.

Tveir fulltrúar Fylkis valdir í U21 hópinn
U21 árs landslið karla heldur til Georgíu 20. mars næstkomandi þar sem liðið mun leika tvo æfingaleiki við heimamenn, 22. mars og 25. mars, áður en haldið verður áfram til Ítalíu. Þar verður leikinn einn leikur gegn Saudi-Arabíu þann 28. mars.
Frá Fylki hafa þeir Ari Leifsson (1998) og Orri Sveinn Stefánsson (1996) verið valdir í hópinn.

Við óskum öllum þessum strákunum til hamingju með tækifærið.