ENTERPRISE Rent-A-Car á Íslandi í samstarf við knattspyrnudeild Fylkis

Nýlega skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir tveggja ára samstarfssamning við bílaleiguna Enterprise. Enterprise mun vera einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar.  Vörumerki bílaleigurnar mun vera aftan á búningum meistaraflokka félagsins og eins munu auglýsingar prýða keppnisvöll félagsins.

,, Þetta eru góða fréttir fyrir deildina enda Enterprise öflugt alþjóðlegt vörumerki sem er að koma sér fyrir á íslenskum markaði.  Við hvetjum Fylkisfólk til að versla við Enterprise," segir Þórður Gíslason formaður knattspyrnudeildar Fylkis.

,, Það er okkur sönn ánægja að fara í samstarf við Fylki enda frábært félag . Við vildum tengja okkur við félag eins og Fylki og við vonumst svo sannarlega eftir að samstarfið verði farsælt," segir Garðar Sævarsson hjá Enterprise Rent-A-Car.