Orri Sveinn Stefánsson framlengir hjá Fylki

Orri Sveinn Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Fylki og er nú samningsbundinn út leiktíðina 2019. Orri sem er fæddur árið 1996 er uppalinn í Fylki og hefur spilað vel fyrir liðið í sumar. Árin 2015 og 2016 var Orri í láni hjá Huginn og spilaði sína fyrstu meistaraflokks leiki. Hann hefur spilað 49 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 4 mörk ásamt því að hafa spilað 3 leiki með U-19 ára landsliði Íslands og 4 leiki með U-21.

Minnum á leikinn í kvöld.
Fylkir - Haukar kl 19:15