Fótboltaæfingar hefjast mánudaginn 18.september

Fótboltatímabilið 2017-2018 hefst mánudaginn 18.september samkvæmt meðfylgjandi töflu en samt með fyrirvara þar sem ekki er búið að ganga frá öllum þjálfararáðningum.   Æfingar í Egilshöllinni byrja ekki fyrr en í október en við höfum bætt við tíma þar fyrir 7.flokk karla og kvenna sem er mikið fagnaðarefni þar sem þarna er besta æfingaaðstaðan yfir vetrartímann.  7.flokkur verður kl. 16:30 en 6.flokkur færist til 15:30 og mun Fylkir standa fyrir rútuferð úr Árbænum um 15:00 fyrir þau sem eru að fara á æfingu 15:30 ef næg þátttaka fæst.  Skoðunarkönnun vegna þess verður sett upp á FB síðum 6.karla og 6.kvenna. Það er átaksverkefni í gangi hjá deildinni að fjölga stelpum í fótbolta.  Það er þess vegna frítt að æfa í 8kv og 7kv frá 15.sept 2017 til 31. mars 2018. 

knattspdeild5