Halldór nýr íþróttafulltrúi Fylkis

Þegar ljóst var að Hörður Guðjónsson yrði næsti framkvædarstjóri Fylkis var ákveðið að auglýsa eftir nýjum íþróttafulltrúa.

Starf íþróttafulltrúa var auglýst en starfið er unnið í samvinnu við ÍTR.
Viðkomandi starfsmaður þarf að vera menntaður íþróttafræðingur/íþróttakennari.

Nú fyrir helgi var Halldór Steinsson ráðinn Íþróttafulltrúi félagsins.
Halldór er uppalinn Árbæingur og hefur verið þátttakandi í félaginu frá unga aldri. Hann hefur sinnt allskyns sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið, þjálfað fótbolta, handbolta og fimleika, dæmt fótbolta og handbolta, unnið sem vallarstarfsmaður ofl.
Halldór er 44 ára, menntaður íþróttakennari og með UEFA B þjálfararéttindi frá KSÍ. Hann mun hefja störf þann 1.febrúar 2018.

Við óskum Halldóri til hamingju með starfið.