Fylkir og Hjálparsveit skáta í samstarf

Fylkir og Hjálparsveit skáta í samstarf

Íþróttafélagið Fylkir og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning varðandi flugeldasölu í félagsaðstöðu Fylkis.

Flugeldasala Fylkis hefur síðustu ár verið í stúku félagsins við keppnisvöll og nú mun Hjálparsveit skáta sjá um söluna í samvinnu við Fylki.

,,Það er frábært fyrir Fylki að tengja sig við Hjálparsveit skáta enda frábært starf unnið af hjálparsveitinni. Við ætlum að gera okkar allra besta til að samstarfið gangi vel og að sjálfsögðu treystum við á að Fylkisfólk og Árbæingar versli sína flugelda hjá Hjálparsveit skáta við Fylkisvöll og styðji þannig gott starf beggja aðila. " Segir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis

"Við hlökkum til að mæta á Fylkisvöllinn með flugeldasöluna okkar og gefa þannig íbúum tækifæri til að styrkja tvö öflug félög", segir Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

 

Villa
  • Error loading feed data