Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Þær Bryndís Arna Níelsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir úr Fylki voru að klára verkefni með U-16 ára landsliðinu en þær enduðu í 3ja sæti eftir að hafa sigrað Holland á opnu Norðurlandamóti.

Íslenska liðið vann sterkar þjóðir eins og Þýskaland, England og Holland en það eru allt gestaþjóðir á þessu móti.

Ída Marín hafði áður spilað landleiki en Bryndís spilaði sína fyrstu landsleiki í þessari ferð.

Til hamingju með árangurinn stelpur.

Villa
  • Error loading feed data