Fylkir og Hjálparsveit skáta áfram í samstarfi.

Fylkir og Hjálparsveit skáta áfram í samstarfi.

Íþróttafélagið Fylkir og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa gert með sér nýjan samstarfssamning varðandi flugeldasölu í félagsaðstöðu Fylkis en skrifað var undir samning til tveggja ára.

Flugeldasala Fylkis hefur síðustu ár verið í stúku félagsins við keppnisvöll en Hjálparsveit skáta tók við sölunni fyrir síðustu áramót og gekk samstarfið vel og því ákveðið að framlengja samninginn.

,,Það er frábært fyrir Fylki að tengja sig áfram við Hjálparsveit skáta enda frábært starf unnið af hjálparsveitinni. Við ætlum að gera okkar allra besta til að samstarfið gangi sem best og að sjálfsögðu treystum við á að Fylkisfólk og Árbæingar versli sína flugelda hjá Hjálparsveit skáta við Fylkisvöll og styðji þannig gott starf beggja aðila. " Segir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis

"Við erum ánægð að halda áfram samstarfinu við Fylki og hlökkum til að mæta aftur á Fylkisvöllinn, samstarfið gekk mjög vel í fyrra. Við vonumst eftir að sem flestir Árbæingar og Fylkisfólk versli í Fylkisstúkunni en þannig er hægt að styrkja tvö öflug félög", segir Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

Mynd: Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis og Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

Image may contain: 2 people, people smiling, people standing

Villa
  • Error loading feed data