Íþróttafólk Fylkis var valið á gamlársdag.

Íþróttafólk Fylkis var valið á gamlársdag, 31 des 2018

Aron Snær Friðriksson, markmaður Úrvalsdeildarliðs Fylkis í Knattspyrnu. Aron stóð sig frábærlega í markinu með liðinu í sumar, en þetta var hans fyrsta tímabil í Pepsi deild. Aron var valinn í U-21 landsliðið í haust og þykir hann afar efnilegur. Aron er góður liðsmaður og afar góð fyrirmynd.

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Úrvalsdeildarliðs Fylkis í knattspyrnu. Berglind leiddi sitt lið til sigurs í Inkasso deildinni í síðasliðið sumar. Berglind er gríðarlega sterkur miðjumaður og öflugur leiðtogi. Hún hefur spilað með bæði U-17 og U-19 landsliðum. Berglind er afar mikilvægur hlekkur í liði meistaraflokks kvenna og góð fyrirmynd.

 

 

 

Villa
  • Error loading feed data