Tap í Firðinum

Fylkir og FH áttust við í kvöld í pepsi-deild karla og var leikið í Hafnarfirðinum.  Fyrir leikinn var ljóst að það var mjög mikilvægt að sækja stig í Fjörðinn þar sem það er stutt í fallsæti.

 

Leikurinn byrjaði vel fyrir Fylki sem komust í 2-0 með mörkum frá Andrési og Jóhanni.  Allt leit út fyrir að sú staða héldi út hálfleikinn þegar FH fékk aukaspyrnu á hættulegum stað og úr henni náðu þeir að skora og minnka muninn í eitt mark.  Þannig var staðan í hálfleik og má segja að þetta mark hafi opnað leikinn fyrir heimamenn sem voru hálf vonlausir í stöðunni 0-2.  Fljótlega í seinni hálfleik náðu Fh ingar að jafna með hörkuskoti.  Eftir markið var ljóst í hvað stefndi og voru heimamenn mun sterkari.   Þeir náðu svo að gera út um leikinn með tveimur mörkum þar sem Fylkisvörnin var ekki alveg á tánum.  Niðurstaðan varð því 4-2 fyrir FH og miðað við úrslit í síðustu leikjum er ljóst að Fylkisliðið er komið í bullandi fallbaráttu.  Næstu leikir eru því mjög mikilvægir og nauðsynlegt að fara að safna stigum.  Næsti leikur er einmitt heima á fimmtudaginn á móti KR þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina.

 

addival

Addi skoraði gott mark í kvöld en það dugði því miður ekki

Sjá fleiri myndir á myndasíðu Einars  http://www.flickr.com/photos/aeinar11/