Stjórn barna og unglingaráðs ( BUR )

Stjórn barna og unglingaráðs (BUR )

Gauti Guðmundsson, formaður This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefán Ómarsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 862 1471

Kristinn Wium, gjaldkeri This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 821 5544

Hans Hjartarson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 772 4567

Karen Jónsdóttir

Erna Sigurgeirsdóttir

Um barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis (BUR)

Barna- og unglingaráð (BUR) hefur umsjón með yngri flokka starfi knattspyrnunnar í Fylki og heyrir undir knattspyrnudeild, ásamt meistaraflokksráðum karla og kvenna. Flokkarnir sem um ræðir eru 3. – 8. flokkur. BUR er skipað 5-7 sjálfboðaliðum úr röðum foreldra iðkenda og oftast koma þeir úr foreldraráðum flokkanna. BUR fundar hálfsmánaðarlega allan ársins hring utan hásumars. Yfirþjálfari yngri flokka vinnur með BUR að faglegri uppbyggingu starfsins.

Helstu viðfangsefni BUR:

 • Rekstraráætlanagerð fyrir hvert starfsár
 • Uppsetning æfingatöflu í samvinnu við íþróttafulltrúa félagsins
 • Útfærsla og innheimta æfingagjalda
 • Samstarf með foreldraráðum yngri flokka og reglulegir fundir með formönnum ráðanna
 • Ráðning þjálfara í samvinnu við yfirþjálfara yngri flokka
 • Gerð ráðningarsamninga við þjálfara
 • Ábyrgð á launagreiðslum til þjálfara, en launakeyrslur og –greiðslur eru á verksviði skrifstofu félagsins
 • Umsjón með BUR-flík og samningum við birgja um hana
 • Umsjón með sjoppusölu á heimaleikjum meistaraflokks karla Íslandsmóti þar sem foreldraráð yngri flokka skipta leikjunum á milli sín
 • Umsjón með uppskeruhátíð í lok tímabils
 • Ef hnökrar verða í samskiptum þjálfara og foreldra/iðkenda leysir BUR þá í samráði við yfirþjálfara yngri flokka
 • Starfræksla knattspyrnuskóla á sumrin
 • Kaup á aðföngum til æfinga í samvinnu við íþróttafulltrúa félagsins

Markmið með starfsemi BUR:

 • Að öllum iðkendum líði vel og hafi ánægju af knattspyrnuiðkun
 • Að iðkendur byrji sem fyrst að æfa knattspyrnu í Fylki og séu sem lengst við æfingar fram eftir aldri
 • Að ráða hæfustu þjálfara sem völ er á hverju sinni
 • Að starfið sé metnaðarfullt og bæti knattspyrnugetu iðkenda
 • Að iðkendur fái verkefni við hæfi
 • Að skila hópi hæfra knattspyrnuiðkenda upp í 2. og meistaraflokk

Meginþorri iðkenda er að æfa knattspyrnu ánægjunnar og félagskaparins vegna. Þess vegna eru VELLÍÐAN og ÁNÆGJA leiðarljósin í starfinu. Hart er tekið á einelti og eru foreldrar hvattir til að vekja athygli á því ef svo ber undir, annaðhvort við þjálfara eða við BUR.

Það er gefandi að starfa að uppbyggingu yngri flokka starfsins í Fylki. BUR hvetur foreldra til að gefa kost á sér til starfa í foreldraráðum og/eða að taka að sér verkefni á stóru mótum flokkanna. Öflugt foreldrastarf hefur ávallt verið til staðar í Fylki og er ein meginstoðin í starfi félagsins. Það er í þágu barnanna okkar og er auk þess mjög skemmtilegt!

 

 

 

Villa
 • Error loading feed data