Handboltaæfingar 2017-2018

Handboltaæfingar byrja í þessari viku í eldri flokkunum og um mánaðarmótin í yngri flokkunum. 5ka verður ekki á laugard í ágúst og mun æfa í staðinn á þriðjud kl. 16:00.  5kv verður kl. 16:00 á miðvikudögum í ágúst, mæta 15:50.

 

handbo1

Fylkir semur við sjö unga leikmenn

Handknattleiksdeild Fylkis hefur gert tveggja ára samninga við þær Ástríði Glódísi Gísladóttur, Jasmín Guðrúnu Hafþórsdóttur, Eddu Marín Ólafsdóttur, Eyrúnu Ósk Hjartardóttur, Hallfríði Elínu Pétursdóttur, Tinnu Karen Victorsdóttur og Sunnu Rós Rúnarsdóttur. Þær munu verða kjarninn í meistaraflokki félagsins ásamt leikmönnum úr 3. flokki kvenna.
 
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis frá síðasta ári og margir leikmenn yfirgefið félagið.  Framtíðin er engu að síður björt hjá Fylki og stefnan sett á að byggja upp nýtt lið á næstu árum sem samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu. Síðustu ár hafa 3. og 4. flokkur kvenna verið í fremstu röð og átti Fylkir t.d. níu leikmenn í yngri landsliðum Íslands í hópum sem valdir voru núna í vor og sumar.
Liðið æfir af krafti núna í sumar og stefnir á að vera í toppbaráttu 1. deildar næsta vetur.  Þjálfari er Ómar Örn Jónsson, en hann er jafnframt yfirþjálfari handknattleiksdeildar Fylkis.

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirskrift en á hana vantar Hallfríði og Jasmín.

fj

Ómar ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Ómar Örn Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks  og 3. flokks kvenna í handbolta hjá Fylki til næstu þriggja ára.  Ómar stýrði meistaraflokknum hluta af keppnistímabilinu síðasta.

Ómar Örn er öllum hnútum kunnugur í Árbænum, hefur starfað fyrir Fylki um árabil og hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokka í nokkur ár, en Ómar mun áfram gegna því starfi samhliða þjálfuninni á meistaraflokki og 3. flokki.

Meistaraflokkur kvenna mun á næsta keppnistímabili spila í 1. deild en hópinn skipa að mestu leikmenn sem uppaldir eru í Fylki og hafa spilað upp yngri flokkana og verður áfram lögð áhersla á það.

Freygarður Þorsteinsson, stjórnarmeðlimur handknattleiksdeileldar Fylkis undirritaði samninginn við Ómar sl. föstudag.  Við Fylkisfólk hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Ómar, enda reynslumikill þjálfari þar á ferð sem hefur náð frábærum árangri.

omar undirskrift 002

Fylkir í úrslitum

Stelpurnar á yngra ári í 4ða flokki spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á morgun við HK hér í Fylkishöllinni. Leikurinn hefst kl 12.30 og við hvetjum Árbæinga til að mæta og hvetja stelpurnar! 
Stelpurnar í 4kv.yngra eru eina Fylkisliðið sem náði alla leið í úrslitin þetta árið þó litlu hafi munað hjá fleiri liðum. Þær eru búnar að vera að gera það gott í vetur, urðu deildarmeistarar með nokkrum yfirburðum og lönduðu bikarnum í Laugardalshöllinni fyrr í vetur. Mætum í Fylkishöllina á morgun og styðjum við bakið á þessum öflugu stelpum!
Meðfylgjandi er mynd frá bikarúrslitunum í vetur.

4kv