Fylkisstelpur í úrvalsliði Reykjavíkur

 

Flottar Fylkis - handboltastelpur eru að fara að keppa fyrir hönd Reykjavíkur á Grunnskólamóti Norðurlandanna. Þær eru allar í 5.fl kvenna eldri. Margrét Einarsdóttir (markmaður), Hrafnhildur Irma Jónsdóttir (skytta), Berglind Björnsdóttir (miðja) og Hrefna Sæmundsdóttir (lína). - Mótið verður í dag og verður keppt í Laugardalshöllinni. Fyrsti leikur er klukkan 12.15 á móti Osló.  Nánar um leikina og mótið á  www.ibr.is.

Húsfyllir á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans

Troðfullt var út úr dyrum á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans sem haldin var í samkomusal Fylkishallar sl. fimmtudag, þann 8. maí.

Að venju fóru þjálfarar yfir árangur vetrarins og veittu iðkendum viðurkenningar fyrir góða frammistöðu, ástundun og framfarir. Yngstu Yngstu iðkendurnir fengu svo allir viðurkenningarskjöl fyrir góða ástundun og framfarir í vetur.

Happdrætti!

Þrjár deildir félagsins, blakið, handboltinn og fótboltinn, hafa sett í gang veglegt páskahappdrætti og verða miðar til sölu núna næstu daga. Dregið verður miðvikudaginn 16. apríl. 

Yfir 300 vinningar eru í boði!  Fyrsti vinningur er 47" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti 250 þúsund, annar vinningur stórt og veglegt Berghoff grill frá Takk að verðmæti 191 þúsund, svo koma þrír vinningar á 100 þúsund sem eru ferðavinningur frá Vita ferðum, 39" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 29" reiðhjól frá Erninum. Fjöldi annarra glæsilegra vinninga - heildarskrá yfir vinninga má nálgast hér!

Kaupið endilega miða og styrkið með því starfið í þessum deildum og um leið þá iðkendur sem eru að selja!


Villa
  • Error loading feed data