Stórleikur á miðvikudaginn!!

Á miðvikudaginn spila stelpurnar í 8-liða úrslitum í Coca-cola bikarnum en þá koma Fram stúlkur í heimsókn. Leikurinn hefst kl 19:30 og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna á þennan leik og hjálpa stelpunum að komast í Final4 !!

Fylkir Fram Coke1 bikar2017

Fylkir-Selfoss á sunnudaginn

Sunnudaginn 22.janúar taka stelpurnar á móti Selfoss og hefst leikurinn kl 19:30.

Nú þurfum við að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpnum og hjálpa þeim að ná í þau 2 stig sem í boði eru !

Mætum og öskrum ÁFRAM FYLKIR !!!

fyl self

Viltu losna við jólatréð þitt án fyrirhafnar?

Kæru vinir í Ártúnsholti, Árbæ, Selás og Norðlingaholti.
Handboltastúlkur úr 3. og 4.fl. í Fylki munu bjóða upp á þá snilldarþjónustu að sækja jólatré heim til ykkar og farga þeim fyrir litlar 2.000 krónur.
Þessar sömu stelpur hafa boðið upp á þessa þjónustu síðustu þrjú ár og hefur hún mælst vel fyrir.
Ef þið viljið nýta ykkur þetta eruð þið beðin um að gera eftirfarandi:
1. Senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
2. Taka fram nafn, símanúmer og heimilisfang (og hæð/íbúðarnr. ef um fjölbýli er að ræða)
3. Taka fram hvenær tréð verður tilbúið til afhendingar og staðsetningu þess (inni/við útidyr/bak við hús o.s.frv.)
4. Leggja kr. 2.000.- inn á reikn. 0372-13-308227, kt. 150371-4739 og senda kvittun á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða taka fram ef greiða á við afhendingu.
Stúlkurnar munu svo sækja tréð þegar það er tilbúið.
Frá handboltastelpum í 3. og 4. flokki Fylkis.

 

tre

FLUGELDASALA - STYÐJUM FÉLAGIÐ OKKAR

KÆRA FYLKISFÓLK

Við viljum minna á flugeldasölu Fylkis.
Salan fer fram í stúkunni (gestastofu).

Mið 28.des 16:00 - 20:00 
Fim 29.des 16:00 - 20:00
Fös 30.des 14:00 - 22:00
Lau 31.des 10:00 - 16:00

STYÐJUM FÉLAGIÐ OKKAR

ÁFRAM FYLKIR 

Níu handboltastelpur valdar í landsliðið

Nú í dag voru valin yngri landslið kvenna sem munu æfa núna í vikunni. Fylkir á hvorki meira né minna 8 leikmenn í þessum 3 landsliðum.

U-19 kvenna
Ástríður Glódís Gísladóttir

U-17 kvenna
Berglind Björnsdóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir

U-15 kvenna
Ásthildur Bjarkadóttir
Elín Rósa Magnúsdóttir
Hanna Karen Ólafsdóttir
Selma María Jónsdóttir

Auk þess er Margrét Einarsdóttir í U-17 en hún er spilar núna með KA, þannig í raun má segja að Fylkir eigi 9 leikmenn í þessum liðum.

Þetta er stórkostlegar fréttir og sýnir hversu mikil gróska er í kvenna handboltanum hjá okkur í Fylki.

Við óskum þessum leikmönnum öllum góðs gengis í þessum verkefnum.

 

Haukar-Fylkir á laugardaginn

Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn en þá fara þær í Hafnarfjörðinn og spila gegn Haukum. Leikurinn hefst kl 16:00 á Ásvöllum og hvetjum við fólk að fjölmenna í stúkuna og styðja við bakið á stelpunum.

 

Haukar Fylkir Olísdeild kvenna


Villa
  • Error loading feed data