Fylkir-Valur á föstudaginn

Þá er loksins komið að heimaleik hjá stelpunum en þær taka á móti Val á föstudaginn og hefst leikurinn kl 19:30.  Við hvetjum fólk til þess að mæta í Fylkishöllina og styðja við bakið á stelpunum í baráttunni í Olísdeildinni. Stelpurnar ætla sér að ná í 2 stig og stuðningur þinn mun hjálpa þeim að ná því markmiði !!!

Fylkir Valur Olísdeild kvenna

Grótta-Fylkir á sunnudaginn!

Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudaginn en þá spila þær gegn Gróttu. Leikurinn fer fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og hefst kl 16:00.

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum í þessari baráttu.

 

Grótta Fylkir Olísdeild kvenna

Selfoss-Fylkir á laugardaginn

Á laugardaginn fara stelpurnar austur fyrir fjall til þess að etja kappi við Selfoss. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í Olísdeild kvenna og því gríðarlega mikilvægt að við fjölmennum í stúkuna og styðjum við bakið á stelpunum.


Áfram Fylkir !!!

Selfoss Fylkir Olísdeild kvenna

Villibráðakvöld Fylkis !!

Handknattleiksdeild Fylkis vill minna fólk á að taka frá laugardaginn 5.nóvember en þá fer fram hið margrómaða Villibráðakvöld Fylkis !!!

Miðasalan verður auglýst síðar

villib

 

Fylkir Fram á föstudaginn

Þá er komið að næsta heimaleik hjá stelpunum en hann er á föstudaginn 30.september og hefst hann kl 19:30. En þá taka stelpurnar á móti Fram stúlkum.

Mótið hefur farið erfiðlega af stað hjá okkar stúlkum og því er nauðsynlegt að við fyllum stúkuna og hvetjum okkar stúlkur til sigurs !!!

Áfram Fylkir !!!

Fylkir Fram Olísdeild kvenna

Árskort til sölu!!

Handknattleiksdeild Fylkis hefur hafið sölu á árskortum fyrir tímabilið 2016-2017

Boðið er uppá tvær tegundir af kortum í ár

15.000kr. – Kort sem gildir fyrir 2 á alla heimaleiki í Olísdeild kvenna

28.000kr. – Kort sem gildir fyrir 2 á alla heimaleiki í Olísdeild kvenna ásamt 2 miðar á Villibráðarhlaðborð Fylkis þann 5.nóvember 2016

Hægt er að nálgast kortin á næsta heimaleik gegn Fram 30.september kl 19:30 eða hafa samband við Freygarð – This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">@This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">.This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Árskort auglýsing