Fylkir - Valur

Þá er komið að næsta leik hjá mfl.kv.  En á laugardaginn taka þær á móti Vals stúlkum.   Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um gott sæti í úrslitakeppninni. Fylkisliðið hefur verið á góðu skriði í undanförnum leikjum og hefur verið gríðarlega skemmtilegt að fylgjast með þeim.   Hvetjum alla Árbæinga til þess að koma í Fylkishöllina á laugardaginn og styðja við bakið á stelpunum !!!

 

Fylkir - Valur olísdeild

Leikur hjá mfl.kv á miðvikudaginn

Fjörið í Olís deild kvenna fer aftur af stað á miðvikudaginn en þá taka stelpurnar á móti Fram. Leikurinn hefst kl 19:30 og hvetjum við alla Árbæinga til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.

Fylkir - Fram Olísdeildkvenna

Leikur hjá mfl.kv á miðvikudaginn

Fjörið í Olís deild kvenna fer aftur af stað á miðvikudaginn en þá taka stelpurnar á móti Fram. Leikurinn hefst kl 19:30 og hvetjum við alla Árbæinga til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.

Fylkir - Fram Olísdeildkvenna

Fylkir - ÍR olísdeild kvenna

Á morgun taka stelpurnar á móti nágrönnum sínum úr Breiðholtinu. Með sigri í þessum leik komast stelpurnar í 6.sætið.  Það hefur verið hrikalega góð stemning í síðustu heimaleikjum og er það okkar von að Árbæingar haldi áfram að fjölmenna á leiki hjá stelpnunum og styðji við bakið á þeim í baráttunni. Leikurinn hefst kl 19:00 

 

 

 

Minnum á leikinn hjá stelpunum í kvöld

Í kvöld eiga okkar stelpur, dætur Árbæjar möguleika á því að komast í Laugardalshöllina sjálfa og spila til verðlauna um Bikarinn....  Oft er von um að stuðningsmenn mæti... en nú er nauðsyn.  Við þurfum á þér að halda til þess að hjálpa okkur..... við æfum eins og skepnur og gerum allt til þess að ná lengra í því sem við erum að gera.... Við þurfum stuðning á miðvikudaginn.... það eru okkar æskudraumar að komast í Höllina.

Við erum ekki að biðja þig um að mæta heldur erum við að grátbiðja þig um að mæta og styðja okkur. Árbærinn er okkar hverfi og liðið okkar í vetur er samansett af Árbæjingum eða af leikmönnum sem hafa alltaf viljað búa hér....

Það skiptir engu máli þótt þú hafir enga tengingu við liðið.... Sjáðu drauma rætast og mættu í Fylkishöllina á miðvikudaginn.

Sama hvernig fer munum við leggja líf og sál í leikinn.

Það verður enginn morgundagur !!!

Fylkir - Valur coca-cola bikar

Glæsilegur sigur á Selfoss

Í gær spiluðu stelpurnar gegn Selfoss í  Olís-deild kvenna. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppninni þar sem Fylkir situr í 7.sætinu á meðan Selfoss var aðeins einu stigi á eftir í 8. sætinu. 

liðsmyn

Hingað til höfðu viðureignir þessa tveggja liða annað hvort endað með sigri Selfyssinga eða janftefli en Fylkisstúlkur höfðu verið á flugi í síðustu umferðum eftir að hafa gert jafntefli við Gróttu og sigrað ÍBV.

Fylkir 21-17 Selfoss (8-6)

Fyrri hálfleikur leiksins einkennaðist á sterkri vörn beggja liða en Selfyssingar héldu forskoti mest allan fyrri hálfleikinn þar sem staðan var 3-6, fyrir Selfoss þegar 16.mínútur voru liðnar. Halldór Stefán, þjálfari Fylkis, tók þá leikhlé sem gerði það að verkum að Selfoss skoruðu engin mörk það sem eftir lifði fyrri hálfeiks. Melkorka Mist Gunnarsdóttir fór á kostum í marki Fylkis og varði 12 skot í fyrri hálfleik og enduðu öll önnur skot Selfyssinga framhjá markinu vegna góðs varnaleiks Fylkisstúlkna. Staðan í hálfleik 8-6 fyrir Fylki

Síðari hálfeikur byrjaði með meirum látum heldur en sá fyrri þar leit allt út fyrir sóknarbolta en Selfoss jafnaði í 9-9,  með marki frá Hildi Öder Einarsdóttur. Thea Imani Sturludóttir og Patricia Szölösi, leikmenn Fylkis skorðu fimm mörk í röð eftir þetta og jóku forustuna í 14-9, þegar 40.mínútur voru liðnar. Á 45.mínútu var staðan 16-12, Fylki í vil en Þuríður Guðjónsdóttir í liði Selfoss hafði þá skorað þrjú mörk í röð. Sebastian Alexandersson tók leikhlé á 48.mínútu leiksins og skorðu Selfyssingar í sinni fyrstu sókn og varði Áslaug tvö víti í röð frá Fylkisstúlkum, staðan 17-13, fyrir Fylki. Fylkisstúlkur náðu að halda forystunni út leikinn, Selfoss náði að minnka muninn minnst í þrjú mörk, 19-16, og var  Þuríður Guðjónsdóttir sem sá um markaskorunina en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Diljá Mjöll Aronsdóttir skoraði svo lokamark leiksins fyrir Fylki í sínum fyrsta meistaraflokksleik, lokatölur 21-17.

Menn leiksins voru markverðir liðanna en Melkorka Mist Gunnarsdóttir varði allavegna 23 skot í liði Fylkis en Áslaug Ýr Bragadóttir varði 26 skot í liði Selfoss, þar af þrjú víti og var með 55% markvörslu

Mörk Fylkir: Thea Imani Sturludóttir 6, Patricia Szölösi 5, Hildur Björnsdóttir 4, Kristjana Björks Steinarsdóttir og Fanney Ösp Finnsdóttir 1
Markvarsla: Melkorka Mist Gunnarsdóttir 23 skot varin
Mörk Selfoss: Þuríður Guðjónsdóttir 6 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Rut Antonsdóttir 3, Hildur Öder Einarsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastadóttir og Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.

Markvarsla: Ásláug Ýr Bragadóttir 26 skot og þrjú víti 55% markvarsla

Það var gríðarlega gaman að sjá allt Fylkisfólkið í stúkunni í leiknum í gær og myndaðist mjög góð stemning á leiknum.  Við viljum hvetja alla til að mæta í Fylkishöllina á næstkomandi miðvikudag en þá fá spila stelpurnar í 8-liða úrslitum í bikarnum gegn Val.