Leikur á morgun !!!!

Á morgun taka stelpurnar á móti Selfoss og hefst leikurinn kl 19:30 í Fylkishöll !!!  Liðið hefur verið að spila virkilega vel að undanförnu og þær ætla sér að halda því áfram.   Mikil stemning hefur verið á heimaleikjum í vetur og viljum við því hvetja þig til að mæta í Fylkishöllina á morgun og taka þátt í gleðinni !!!!

 

Fylkir - Selfoss olísdeild

Thea Imani valin í U19 ára landslið kvenna

Nú á dögum var Thea Imani Sturludóttir valin í U19 ára landslið kvenna. Thea hefur verið að spila virkilega vel núna eftir áramót og ljóst er að hún er farin að banka fast á A-landsliðsdyrnar. 

Hópurinn er eftirfarandi:

Arna Þyrí Ólafsdóttir, ÍBV 
Birta Fönn Sveinsdóttir, KA/Þór 
Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR 
Brynhildur Sól Eddudóttir, Alavarium
Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV 
Elena Birgisdóttir, Selfoss 
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Grótta 
Erla Rós Sigmarsdóttir, ÍBV 
Guðrún Jenný Sigurðardóttir, Fram 
Harpa Brynjarsdóttir, Selfoss 
Hulda Bryndís Tryggvadóttir, HK 
Hulda Dagsdóttir, Fram 
Katrín Ósk Magnúsdóttir , Selfoss 
Natalía María Helen Ægisdóttir , HK
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, ÍR 
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Rælingen
Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK
Þuríður Guðjónsdóttir, Selfoss

Thea

STJARNAN - FYLKIR

Nú er komið að því, fyrsti leikur hjá stelpunum í Olísdeild kvenna. En þá fara stelpurnar í ferðalag í Garðabæinn og etja kappi við Stjörnuna. Fjölmennum í stúkuna og styðjum við bakið á okkar liði. Leikurinn hefst kl 14:00.

Stjarnan-Fylkir olís kv

Fjölskyldukort handknattleiksdeildar

Kæra Fylkisfólk

Nú er nýtt tímabil að byrja hjá okkur í handknattleiksdeildinni og að mörgu að huga fyrir það.
Eitt af stærstu vandamálunum við rekstur handknattleiksdeildar er fjármögnun á starfinu og þá sérstaklega hjá meistaraflokkum, þar sem við höfum engin æfingagjöld til að mæta þeim kostnaði sem þar er.

FRAM - FYLKIR í Reykjavíkurmótinu

Föstudaginn 12. september spila stelpurnar síðasta leikinn í Reykjavíkurmótinu og það er gegn Fram. Stelpurnar eiga enn möguleika á því að verða Reykjavíkurmeistarar með hagstæðum úrslitum í leiknum.  Leikurinn fer fram í Framhúsi kl 19:30.  Nú fjölmenna allir Árbæingar og hvetja stelpurnar til sigurs í leiknum !!

Áfram Fylkir !!!

Fram - Fylkir rvk mót