Tíu Fylkisstelpur valdar í yngri landsliðshópa kvenna í handbolta

Hvorki meira né minna en tíu Fylkisstelpur hafa verið valdar til æfinga með yngri landsliðum kvenna núna í nóvember, en helgina 24.-26. nóv. fara fram æfingar hjá öllum yngri landsliðum kvenna.

Í U16 ára landslið kvenna voru valdar sex stelpur úr Fylki, en það eru Ásthildur Bjarkadóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lára Rósa Ásgeirsdóttir og Selma María Jónsdóttir.  Þjálfarar eru Rakel Dögg Bragadóttir, Ólafur Víðir Ólafsson og Sigurjón Björnsson.

Í U18 ára landslið kvenna voru valdar þrjár stelpur úr Fylki, en það eru þær Alexandra Von Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og María Ósk Jónsdóttir.  Þjálfarar eru Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson.

Í U20 ára landsliðið var svo valin Ástríður Glódís Gísladóttir, markvörður.  Þjálfarar U20 ára liðsins eru Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með valið.  Fylkisfólk getur verið afar stolt af stelpunum, sem hafa lagt á sig mikla vinnu innan vallar sem utan til að ná þessum árangri.  Hefur félagið í gegnum árin átt landsliðsmenn í yngri landsliðum kvenna og er gaman að sjá að hvergi er slakað á í þeim efnum.

Gangi ykkur vel stelpur og Áfram Ísland!

Myndatexti:  Landsliðsstelpurnar í Fylki á æfingu í Fylkishöll.  Á myndina vantar Hrafnhildi Irmu Jónsdóttur.

Landslidsstelpur Fylkir2

Handboltaæfingar 2017-2018

Handboltaæfingar byrja í þessari viku í eldri flokkunum og um mánaðarmótin í yngri flokkunum. 5ka verður ekki á laugard í ágúst og mun æfa í staðinn á þriðjud kl. 16:00.  5kv verður kl. 16:00 á miðvikudögum í ágúst, mæta 15:50.

 

handbo1

Fylkir semur við sjö unga leikmenn

Handknattleiksdeild Fylkis hefur gert tveggja ára samninga við þær Ástríði Glódísi Gísladóttur, Jasmín Guðrúnu Hafþórsdóttur, Eddu Marín Ólafsdóttur, Eyrúnu Ósk Hjartardóttur, Hallfríði Elínu Pétursdóttur, Tinnu Karen Victorsdóttur og Sunnu Rós Rúnarsdóttur. Þær munu verða kjarninn í meistaraflokki félagsins ásamt leikmönnum úr 3. flokki kvenna.
 
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis frá síðasta ári og margir leikmenn yfirgefið félagið.  Framtíðin er engu að síður björt hjá Fylki og stefnan sett á að byggja upp nýtt lið á næstu árum sem samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu. Síðustu ár hafa 3. og 4. flokkur kvenna verið í fremstu röð og átti Fylkir t.d. níu leikmenn í yngri landsliðum Íslands í hópum sem valdir voru núna í vor og sumar.
Liðið æfir af krafti núna í sumar og stefnir á að vera í toppbaráttu 1. deildar næsta vetur.  Þjálfari er Ómar Örn Jónsson, en hann er jafnframt yfirþjálfari handknattleiksdeildar Fylkis.

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirskrift en á hana vantar Hallfríði og Jasmín.

fj