Níu handboltastelpur valdar í landsliðið

Nú í dag voru valin yngri landslið kvenna sem munu æfa núna í vikunni. Fylkir á hvorki meira né minna 8 leikmenn í þessum 3 landsliðum.

U-19 kvenna
Ástríður Glódís Gísladóttir

U-17 kvenna
Berglind Björnsdóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir

U-15 kvenna
Ásthildur Bjarkadóttir
Elín Rósa Magnúsdóttir
Hanna Karen Ólafsdóttir
Selma María Jónsdóttir

Auk þess er Margrét Einarsdóttir í U-17 en hún er spilar núna með KA, þannig í raun má segja að Fylkir eigi 9 leikmenn í þessum liðum.

Þetta er stórkostlegar fréttir og sýnir hversu mikil gróska er í kvenna handboltanum hjá okkur í Fylki.

Við óskum þessum leikmönnum öllum góðs gengis í þessum verkefnum.

 

Haukar-Fylkir á laugardaginn

Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn en þá fara þær í Hafnarfjörðinn og spila gegn Haukum. Leikurinn hefst kl 16:00 á Ásvöllum og hvetjum við fólk að fjölmenna í stúkuna og styðja við bakið á stelpunum.

 

Haukar Fylkir Olísdeild kvenna

Fjölnir-Fylkir í bikar á þriðjudag

Þá er komið að 16-liða úrslitum í coca-cola bikarnum. Stelpurnar fara í Grafarvoginn og etja kappi við Fjölni.

Leikir þessara liða undanfarin ár hafa verið jafnir og skemmtilegir og stuðningur þinn mun skipta máli !!!

 

Fjölnir Fylkir coca colabikar

Fylkir-Valur á föstudaginn

Þá er loksins komið að heimaleik hjá stelpunum en þær taka á móti Val á föstudaginn og hefst leikurinn kl 19:30.  Við hvetjum fólk til þess að mæta í Fylkishöllina og styðja við bakið á stelpunum í baráttunni í Olísdeildinni. Stelpurnar ætla sér að ná í 2 stig og stuðningur þinn mun hjálpa þeim að ná því markmiði !!!

Fylkir Valur Olísdeild kvenna

Grótta-Fylkir á sunnudaginn!

Næsti leikur hjá stelpunum er á sunnudaginn en þá spila þær gegn Gróttu. Leikurinn fer fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og hefst kl 16:00.

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum í þessari baráttu.

 

Grótta Fylkir Olísdeild kvenna

Selfoss-Fylkir á laugardaginn

Á laugardaginn fara stelpurnar austur fyrir fjall til þess að etja kappi við Selfoss. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í Olísdeild kvenna og því gríðarlega mikilvægt að við fjölmennum í stúkuna og styðjum við bakið á stelpunum.


Áfram Fylkir !!!

Selfoss Fylkir Olísdeild kvenna


Villa
  • Error loading feed data