4. flokkur kvenna tvöfaldur bikarmeistari 2017

Um síðustu helgi fóru fram úrslit í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Fylkir átti tvö lið í úrslitum, 4. Flokkur kvenna eldri og yngri.

Eldra árið sigraði Fram í úrslitaleik. Fylkir náði hafði undirtökun nánast allan leikinn og þrátt fyrir að Fram hafi jafnað seint í fyrri hálfleik þá gaf Fylkisliðið ekkert eftir og náði aftur góðu forskoti. Að lokum var það Fylkir sem vann sanngjarnan sigur 21-16.

Alexandra Gunnarsdóttir var valin maður leiksins en hún varði 22 skot í marki Fylkis.

Markaskorarar Fylkis:

María Ósk Jónsdóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Elín Arna Tryggvadóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1.

Yngra árið lék gegn ÍBV. Fylkir hafði yfirhöndina mest allan leikinn en ÍBV var skammt undan og gerði harða atlögu að Fylki á lokamínútunum. En að lokum var það Fylkir sem sigraði 22-18, hálfleikstölur voru 10-9.

Maður leiksins var valinn Elín Rósa Magnúsdóttir úr Fylki.

Markaskorarar Fylkis:

Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma Rósa Jónsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.

Þjálfarar 4. Flokks kvenna eru Ómar Örn Jónsson og Hildur Björnsdóttir.

Frábær árangur hjá Fylkisstúlkum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn

Bikar 2 002

Bikar1 002

Stórleikur á miðvikudaginn!!

Á miðvikudaginn spila stelpurnar í 8-liða úrslitum í Coca-cola bikarnum en þá koma Fram stúlkur í heimsókn. Leikurinn hefst kl 19:30 og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna á þennan leik og hjálpa stelpunum að komast í Final4 !!

Fylkir Fram Coke1 bikar2017

Fylkir-Selfoss á sunnudaginn

Sunnudaginn 22.janúar taka stelpurnar á móti Selfoss og hefst leikurinn kl 19:30.

Nú þurfum við að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpnum og hjálpa þeim að ná í þau 2 stig sem í boði eru !

Mætum og öskrum ÁFRAM FYLKIR !!!

fyl self

Viltu losna við jólatréð þitt án fyrirhafnar?

Kæru vinir í Ártúnsholti, Árbæ, Selás og Norðlingaholti.
Handboltastúlkur úr 3. og 4.fl. í Fylki munu bjóða upp á þá snilldarþjónustu að sækja jólatré heim til ykkar og farga þeim fyrir litlar 2.000 krónur.
Þessar sömu stelpur hafa boðið upp á þessa þjónustu síðustu þrjú ár og hefur hún mælst vel fyrir.
Ef þið viljið nýta ykkur þetta eruð þið beðin um að gera eftirfarandi:
1. Senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
2. Taka fram nafn, símanúmer og heimilisfang (og hæð/íbúðarnr. ef um fjölbýli er að ræða)
3. Taka fram hvenær tréð verður tilbúið til afhendingar og staðsetningu þess (inni/við útidyr/bak við hús o.s.frv.)
4. Leggja kr. 2.000.- inn á reikn. 0372-13-308227, kt. 150371-4739 og senda kvittun á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða taka fram ef greiða á við afhendingu.
Stúlkurnar munu svo sækja tréð þegar það er tilbúið.
Frá handboltastelpum í 3. og 4. flokki Fylkis.

 

tre

FLUGELDASALA - STYÐJUM FÉLAGIÐ OKKAR

KÆRA FYLKISFÓLK

Við viljum minna á flugeldasölu Fylkis.
Salan fer fram í stúkunni (gestastofu).

Mið 28.des 16:00 - 20:00 
Fim 29.des 16:00 - 20:00
Fös 30.des 14:00 - 22:00
Lau 31.des 10:00 - 16:00

STYÐJUM FÉLAGIÐ OKKAR

ÁFRAM FYLKIR 

Níu handboltastelpur valdar í landsliðið

Nú í dag voru valin yngri landslið kvenna sem munu æfa núna í vikunni. Fylkir á hvorki meira né minna 8 leikmenn í þessum 3 landsliðum.

U-19 kvenna
Ástríður Glódís Gísladóttir

U-17 kvenna
Berglind Björnsdóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir

U-15 kvenna
Ásthildur Bjarkadóttir
Elín Rósa Magnúsdóttir
Hanna Karen Ólafsdóttir
Selma María Jónsdóttir

Auk þess er Margrét Einarsdóttir í U-17 en hún er spilar núna með KA, þannig í raun má segja að Fylkir eigi 9 leikmenn í þessum liðum.

Þetta er stórkostlegar fréttir og sýnir hversu mikil gróska er í kvenna handboltanum hjá okkur í Fylki.

Við óskum þessum leikmönnum öllum góðs gengis í þessum verkefnum.