Fylkir sigraði á UMSK mótinu í handknattleik

Fylk­ir vann HK með eins marks mun, 24:23, í úr­slita­leikn­um á UMSK-móti kvenna í hand­knatt­leik í Digra­nesi í dag. HK var með tveggja marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 15:13, en Fylk­isliðið sneri leikn­um sér í hag áður en yf­ir­lauk.

Fylk­ir vann þar með báða leiki sína í mót­inu, FH vann einn leik og tapaði ein­um en HK beið lægri hlut í báðum viður­eign­um sín­um.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir til liðs við Fylki

Handknattleiksdeild Fylkis hefur samið við Guðný Jenný Ásmundsdóttur um að taka að sér markmannsþjálfun hjá félaginu.  Jenný mun þjálfa markmenn í yngri flokkum félagsins sem og markmenn meistaraflokks kvenna. Jafnframt mun Jenný koma að stefnumótun félagsins hvað varðar markmannsþjálfun.

Sara Dögg Jónsdóttir valin í U-20

Sara Dögg Jónsdóttir markmaður kvennaliðs Fylkis hefur verið valin í U-20 ára landslið Íslands. En liðið mun spila æfingarleiki við Grænland og mun leikurinn fara fram í Kaplakrika næstkomandi laugardag kl 17:00.

Fylkisstelpur í úrvalsliði Reykjavíkur

 

Flottar Fylkis - handboltastelpur eru að fara að keppa fyrir hönd Reykjavíkur á Grunnskólamóti Norðurlandanna. Þær eru allar í 5.fl kvenna eldri. Margrét Einarsdóttir (markmaður), Hrafnhildur Irma Jónsdóttir (skytta), Berglind Björnsdóttir (miðja) og Hrefna Sæmundsdóttir (lína). - Mótið verður í dag og verður keppt í Laugardalshöllinni. Fyrsti leikur er klukkan 12.15 á móti Osló.  Nánar um leikina og mótið á  www.ibr.is.

Húsfyllir á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans

Troðfullt var út úr dyrum á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans sem haldin var í samkomusal Fylkishallar sl. fimmtudag, þann 8. maí.

Að venju fóru þjálfarar yfir árangur vetrarins og veittu iðkendum viðurkenningar fyrir góða frammistöðu, ástundun og framfarir. Yngstu Yngstu iðkendurnir fengu svo allir viðurkenningarskjöl fyrir góða ástundun og framfarir í vetur.


Villa
  • Error loading feed data