FRAM - FYLKIR í Reykjavíkurmótinu

Föstudaginn 12. september spila stelpurnar síðasta leikinn í Reykjavíkurmótinu og það er gegn Fram. Stelpurnar eiga enn möguleika á því að verða Reykjavíkurmeistarar með hagstæðum úrslitum í leiknum.  Leikurinn fer fram í Framhúsi kl 19:30.  Nú fjölmenna allir Árbæingar og hvetja stelpurnar til sigurs í leiknum !!

Áfram Fylkir !!!

Fram - Fylkir rvk mót

Fylkir sigraði á UMSK mótinu í handknattleik

Fylk­ir vann HK með eins marks mun, 24:23, í úr­slita­leikn­um á UMSK-móti kvenna í hand­knatt­leik í Digra­nesi í dag. HK var með tveggja marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 15:13, en Fylk­isliðið sneri leikn­um sér í hag áður en yf­ir­lauk.

Fylk­ir vann þar með báða leiki sína í mót­inu, FH vann einn leik og tapaði ein­um en HK beið lægri hlut í báðum viður­eign­um sín­um.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir til liðs við Fylki

Handknattleiksdeild Fylkis hefur samið við Guðný Jenný Ásmundsdóttur um að taka að sér markmannsþjálfun hjá félaginu.  Jenný mun þjálfa markmenn í yngri flokkum félagsins sem og markmenn meistaraflokks kvenna. Jafnframt mun Jenný koma að stefnumótun félagsins hvað varðar markmannsþjálfun.

Sara Dögg Jónsdóttir valin í U-20

Sara Dögg Jónsdóttir markmaður kvennaliðs Fylkis hefur verið valin í U-20 ára landslið Íslands. En liðið mun spila æfingarleiki við Grænland og mun leikurinn fara fram í Kaplakrika næstkomandi laugardag kl 17:00.


Villa
  • Error loading feed data