Melkorka og Thea með U-20

U-20 ára landslið kvenna keppir um helgina í undankeppni HM

U-20 ára liðið tekur þátt í forkeppni HM sem fer um þessa helgi, sjálfa páskahelgina.

Fylkir er svo heppið að eiga 2 fulltrúa í fámennum lokahópi fyrir þessa keppni en það eru Melkorka Mist og Thea Imani.

Melkorka Mist hefur verið aðalmarkmaður hins unga Fylkisliðs og staðið sig frábærlega í vetur.

Thea Imani er einnig byrjunarliðsmaður í Fylkisliðinu en hún tekur þátt í mótinu með U-20 þrátt fyrir að vera gjaldgeng í U-18

Sannarlega flottir fulltrúar okkar Árbæjinga hér á ferð.

Stelpurnar spila sem hér segir:

Föstudagur 18. Apríl 14:00 Ísland-Úkraína

Laugardagur 19. Apríl 14:00 Ísland-Rúmenía

Sunnudagur 20. Apríl 16:00 Island-Slóvenía

Heimasíðan hvetur alla til þess að kíkja á þessa leiki og styðja okkar lið!

Melkorka Mist

Melkorka Mist Gunnarsdóttir

Thea Imani

Thea Imani Sturludóttir

Villa
  • Error loading feed data