Húsfyllir á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans

Troðfullt var út úr dyrum á uppskeruhátíð yngri flokka handboltans sem haldin var í samkomusal Fylkishallar sl. fimmtudag, þann 8. maí.

Að venju fóru þjálfarar yfir árangur vetrarins og veittu iðkendum viðurkenningar fyrir góða frammistöðu, ástundun og framfarir. Yngstu Yngstu iðkendurnir fengu svo allir viðurkenningarskjöl fyrir góða ástundun og framfarir í vetur.

Árangur vetrarins í yngri flokkum var glæsilegur og voru iðkendur félaginu og sjálfum sér til sóma hvar sem þeir kepptu. Nokkrir Reykjavíkurmeistaratitlar skiluðu sér í hús í september og í Íslandsmótinu náðist góður árangur, til að mynda voru 5. og 6. flokkarnir í efstu sætum í heildarstigakeppninni til Íslandsmeistaratitils.

Yngstu iðkendurnir stóðu sig einnig frábærlega, 7. flokkur keppti á fjórum mótum stráka og stelpna og 8. flokkur á tveimur mótum, en í þessum flokkum eru mörk ekki talin á mótum og ekki keppt til Íslandsmeistaratitils. Mikil fjölgun er í þessum flokkum í handboltanum frá síðasta ári og eins hefur orðið nokkur fjölgun í eldri flokkunum sem er mikið ánægjuefni.

Myndir af hátíðinni má sjá hér að neðan:

20140508 172019 resized

Villa
  • Error loading feed data