Rebekka Friðriksdóttir til liðs við Fylki

Handknattleiksdeild Fylkis hefur samið við Rebekku Friðriksdóttur og er samningurinn til tveggja ára.  Rebekka er línumaður og kemur hún til félagsins frá Víking. 

 Rebekka er fædd 1994 og er hluti af efnilegum árgangi sem kom upp hjá Víking en 2012 skipti hún yfir til Fram og varð Íslandsmeistari í 3.fl tímabilið 2012-2013.  Rebekka er gríðarlega efnilegur línumaður sem hefur spilað með U16 og U18 ára landsliðum Íslands.  Það er gríðarlega ánægjulegt að Rebekka hafi valið að semja við Fylki en önnur lið höfðu einnig áhuga á því að klófesta hana.  

Við viljum bjóða Rebekku velkomna í félagið.rebekka2