Fylkir sigraði á UMSK mótinu í handknattleik

Fylk­ir vann HK með eins marks mun, 24:23, í úr­slita­leikn­um á UMSK-móti kvenna í hand­knatt­leik í Digra­nesi í dag. HK var með tveggja marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 15:13, en Fylk­isliðið sneri leikn­um sér í hag áður en yf­ir­lauk.

Fylk­ir vann þar með báða leiki sína í mót­inu, FH vann einn leik og tapaði ein­um en HK beið lægri hlut í báðum viður­eign­um sín­um.

Marka­hæsti leikmaður móts­ins var Fann­ey Þóra Þórs­dótt­ir úr HK með 16 mörk

Einnig var val­inn leikmaður móts­ins og fyr­ir val­inu varð Patrícia Szölösi úr Fylki.

Mörk Fylk­is: Sigrún Birna Arn­ar­dótt­ir 7, Patrícia Szölösi 5, Hild­ur Björns­dótt­ir 3, Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir 3, Re­bekka Friðriks­dótt­ir 2, Kristjana Björk Stein­ars­dótt­ir 2, Ólöf Krist­ín Þor­steins­dótt­ir 1, Vera Páls­dótt­ir 1. 
Varin skot: Melkorka Mist Gunnarsdóttir 17 skot

liðsmyn

 

patri