Tilkynning frá Handknattleiksdeild

Handknattleiksdeild Fylkis
Afgreiðsla bónkorta
Eins og margir vita er komin upp sú staða að sá aðili sem ætlaði að bóna uppí seld bónkort hefur selt bónstöðina og nýjir aðilar tekið við, sem vilja ekkert með þetta gera.
Fyrri aðili hefur marg lofað okkur að opna nýja stöð og bóna fyrir okkur uppí kortin, hinsvegar hefur lítið frést af því og ekkert hefur náðst í viðkomandi í töluvert langan tíma. Við höfum verið að draga lappirnar til að reyna að fá niðurstöðu í þetta mál, en nú er okkar þolinmæði á þrotum og því verðum við að afgreiða þetta mál.
Handknattleiksdeildin var söluaðili á kortunum og er búin að greiða bónstöðinni að fullu fyrir seld kort. Hann hinsvegar er ekki að standa við sinn hluta samningsins og því situr handknattleiksdeildin uppi með tjónið. Deildin vill vera sanngjörn og koma fram af heiðarleika og sanngirni gagnvart þeim sem keyptu kort og endurgreiða kortin.
Deildin getur hinsvegar ekki greitt að fullu þar sem sá iðkandi sem sá um að selja kortin hefur nú þegar fengið sölulaun uppá 2.500,- eða 25% og því er erfitt að endurgreiða það, nema við höfum uppá viðkomandi.
Einnig langar okkur að benda á það að rekstur deildarinnar er erfiður og þessar endurgreiðslur þurfa að koma úr vasa deildarinnar, ef þið treystið ykkur til að styrkja deildina að fullu eða að hluta væri það vel þegið.
Hægt verður að koma með kortin í afgreiðslu Fylkishallar fyrir 1. September, fylla þarf út sérstaka umsókn, sem verður svo afgreidd innan nokkurra daga /vikna.

f.h. Handknattleiksdeildar Fylkis
 Aron Hauksson, gjaldkeri deildarinnar.
 Sími: 894-9070
 Email: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.