Viltu losna við jólatréð þitt án fyrirhafnar?

Kæru vinir í Ártúnsholti, Árbæ, Selás og Norðlingaholti.
Handboltastúlkur úr 3. og 4.fl. í Fylki munu bjóða upp á þá snilldarþjónustu að sækja jólatré heim til ykkar og farga þeim fyrir litlar 2.000 krónur.
Þessar sömu stelpur hafa boðið upp á þessa þjónustu síðustu þrjú ár og hefur hún mælst vel fyrir.
Ef þið viljið nýta ykkur þetta eruð þið beðin um að gera eftirfarandi:
1. Senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
2. Taka fram nafn, símanúmer og heimilisfang (og hæð/íbúðarnr. ef um fjölbýli er að ræða)
3. Taka fram hvenær tréð verður tilbúið til afhendingar og staðsetningu þess (inni/við útidyr/bak við hús o.s.frv.)
4. Leggja kr. 2.000.- inn á reikn. 0372-13-308227, kt. 150371-4739 og senda kvittun á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða taka fram ef greiða á við afhendingu.
Stúlkurnar munu svo sækja tréð þegar það er tilbúið.
Frá handboltastelpum í 3. og 4. flokki Fylkis.

 

tre