4. flokkur kvenna tvöfaldur bikarmeistari 2017

Um síðustu helgi fóru fram úrslit í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Fylkir átti tvö lið í úrslitum, 4. Flokkur kvenna eldri og yngri.

Eldra árið sigraði Fram í úrslitaleik. Fylkir náði hafði undirtökun nánast allan leikinn og þrátt fyrir að Fram hafi jafnað seint í fyrri hálfleik þá gaf Fylkisliðið ekkert eftir og náði aftur góðu forskoti. Að lokum var það Fylkir sem vann sanngjarnan sigur 21-16.

Alexandra Gunnarsdóttir var valin maður leiksins en hún varði 22 skot í marki Fylkis.

Markaskorarar Fylkis:

María Ósk Jónsdóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Elín Arna Tryggvadóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1.

Yngra árið lék gegn ÍBV. Fylkir hafði yfirhöndina mest allan leikinn en ÍBV var skammt undan og gerði harða atlögu að Fylki á lokamínútunum. En að lokum var það Fylkir sem sigraði 22-18, hálfleikstölur voru 10-9.

Maður leiksins var valinn Elín Rósa Magnúsdóttir úr Fylki.

Markaskorarar Fylkis:

Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma Rósa Jónsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.

Þjálfarar 4. Flokks kvenna eru Ómar Örn Jónsson og Hildur Björnsdóttir.

Frábær árangur hjá Fylkisstúlkum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn

Bikar 2 002

Bikar1 002

Villa
  • Error loading feed data