Handboltaveisla í Fylkishöllinni

Úrslitaleikir á Íslandsmóti yngri flokka í handbolta fer fram í Fylkishöllinni næsta föstudag 12.maí og laugardag 13. maí.  Þar munu 2.-4. Flokkur karla og 3.-4. Flokkur kvenna keppa um Íslandsmeistaratitla.  Við hvetjum alla til að líta við í Fylkishöllinni þennan dag því þar verður handboltaveisla allan daginn.

Föstudagur    
kl.19.00 3.fl karla Haukar - Valur
     
Laugardagur    
kl.09.00 4.fl kvenna E FH - ÍR
kl.10.45 4.fl karla Y KA - Valur
kl.12.30 4.fl kvenna Y Fylkir/ÍR - HK
kl.14.15 4.fl karla E Selfoss - HK
kl.16.00 2.fl karla Fram - Víkingur
kl.18.00 3.fl kvenna KA/Þór - Valur

Að mörgu er að hyggja fyrir svona dag og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma.  Okkur Fylkismönnum er mikið í mun að gera þennan dag sem skemmtilegastan og vanda vel til verka.  Þessi handboltahátíð hefur tekist vel hin síðustu ár og hefur þessi dagur verið afar skemmtilegur, bæði fyrir þá sem spila leikina sjálfa en ekki síður fyrir áhorfendur.

Það er handknattleiksdeild Fylkis, Barna- og unglingaráð og starfsfólk Fylkis sem kemur að undirbúningnum, en margar hendur þarf svo að vel takist til.

Við munum setja inn nánari upplýsingar hér á vefinn en jafnframt á Facebook síðu Fylkis.

Fara á Facebook síðu Fylkis

Sjáumst í Fylkishöll á laugardag!

Áfram Fylkir!

Villa
  • Error loading feed data