Fylkir semur við sjö unga leikmenn

Handknattleiksdeild Fylkis hefur gert tveggja ára samninga við þær Ástríði Glódísi Gísladóttur, Jasmín Guðrúnu Hafþórsdóttur, Eddu Marín Ólafsdóttur, Eyrúnu Ósk Hjartardóttur, Hallfríði Elínu Pétursdóttur, Tinnu Karen Victorsdóttur og Sunnu Rós Rúnarsdóttur. Þær munu verða kjarninn í meistaraflokki félagsins ásamt leikmönnum úr 3. flokki kvenna.
 
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis frá síðasta ári og margir leikmenn yfirgefið félagið.  Framtíðin er engu að síður björt hjá Fylki og stefnan sett á að byggja upp nýtt lið á næstu árum sem samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu. Síðustu ár hafa 3. og 4. flokkur kvenna verið í fremstu röð og átti Fylkir t.d. níu leikmenn í yngri landsliðum Íslands í hópum sem valdir voru núna í vor og sumar.
Liðið æfir af krafti núna í sumar og stefnir á að vera í toppbaráttu 1. deildar næsta vetur.  Þjálfari er Ómar Örn Jónsson, en hann er jafnframt yfirþjálfari handknattleiksdeildar Fylkis.

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirskrift en á hana vantar Hallfríði og Jasmín.

fj

Villa
  • Error loading feed data