Tíu Fylkisstelpur valdar í yngri landsliðshópa kvenna í handbolta

Hvorki meira né minna en tíu Fylkisstelpur hafa verið valdar til æfinga með yngri landsliðum kvenna núna í nóvember, en helgina 24.-26. nóv. fara fram æfingar hjá öllum yngri landsliðum kvenna.

Í U16 ára landslið kvenna voru valdar sex stelpur úr Fylki, en það eru Ásthildur Bjarkadóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Lára Rósa Ásgeirsdóttir og Selma María Jónsdóttir.  Þjálfarar eru Rakel Dögg Bragadóttir, Ólafur Víðir Ólafsson og Sigurjón Björnsson.

Í U18 ára landslið kvenna voru valdar þrjár stelpur úr Fylki, en það eru þær Alexandra Von Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og María Ósk Jónsdóttir.  Þjálfarar eru Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson.

Í U20 ára landsliðið var svo valin Ástríður Glódís Gísladóttir, markvörður.  Þjálfarar U20 ára liðsins eru Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með valið.  Fylkisfólk getur verið afar stolt af stelpunum, sem hafa lagt á sig mikla vinnu innan vallar sem utan til að ná þessum árangri.  Hefur félagið í gegnum árin átt landsliðsmenn í yngri landsliðum kvenna og er gaman að sjá að hvergi er slakað á í þeim efnum.

Gangi ykkur vel stelpur og Áfram Ísland!

Myndatexti:  Landsliðsstelpurnar í Fylki á æfingu í Fylkishöll.  Á myndina vantar Hrafnhildi Irmu Jónsdóttur.

Landslidsstelpur Fylkir2

Villa
  • Error loading feed data