Fylkir Reykjavíkurmótsmeistari kvenna í handbolta

Fylkir Reykjavíkurmótsmeistari kvenna í handbolta

Fylkir tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti kvenna í kvöld í síðustu umferðinni þegar liðið sigraði ÍR í Austurbergi með 29 mörkum gegn 27 mörkum ÍR. Þetta var úrslitaleikur mótsins, því fyrir leikinn voru Valur og Fylkir bæði með sex stig og ÍR með fjögur stig í 3. sæti. Fylkir átti þó leik til góða á Val sem hafði spilað alla leiki sína, unnið þrjá og tapað einum. Fyrr í kvöld áttust Víkingur og Fjölnir við í Víkinni og því var leikur Fylkis og ÍR lokaleikur mótsins.
Fylkir leiddi í hálfleik 17-12 en Fylkisstúlkur sýndu mikla baráttu og átti Margrét Einarsdóttir markvörður stórleik í kvöld, að öllum öðrum ólöstuðum.
Þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 28-18 fyrir Fylki og forskotið orðið nokkuð gott en þá gáfu ÍR-ingar heldur betur í og náðu að minnka forskotið um fimm mörk á jafnmörgum mínútum. ÍR-ingar náðu að saxa verulega á forskotið en komust ekki lengra en tvö mörk þegar flautað var til leiksloka.
Við óskum stelpunum og þjálfaranum Ómari Erni innilega til hamingju með titilinn og verðskuldaðan sigur í leiknum. Vel gert hjá þeim!
Áfram Fylkir!
#fylkirhandbolti
#arbaejarinsbesta

Villa
  • Error loading feed data