Níu iðkendur Fylkis valdir á landsliðsæfingar!

HSÍ hefur gefið út lista yfir æfingahópa yngri landsliða sem æfa helgina 28-30 september. Við hjá Fylki erum stolt af því að eiga 9 glæsilega fulltrúa í þessum hópum!

Í U19 landsliðið hafa verið valdar Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Ásthildur Bjarkadóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Selma María Jónsdóttir voru valdar í U17 landsliðið.

Að lokum voru Katrín Erla Kjartansdóttir og Svava Lind Gísladóttir valdar í U15 landsliðið.

Til hamingju stelpur!

Sjá frétt hjá HSÍ: http://hsi.is/frettir/frett/2018/09/21/Yngri-landslid-l-Aefingahopar-yngri-landslida-helgina-28.-30.-september/

Villa
  • Error loading feed data