Öruggur Fylkissigur

Fylkisstúlkur fengu U-lið Stjörnunnar í heimsókn í Fylkishöllina á föstudagskvöld. Stúlkurnar okkar sýndur glæsilegan varnarleik og höfðu góðan sigur með markatölunni 32-15.

Tímabilið byrjar vel hjá Fylkisstúlkum og eru þær með fullt hús stiga. Það sem af er tímabili hafa þær sýnt stórskemmtilegan sóknarleik og öflugan varnarleik og sýnt það að þrátt fyrir ungan aldur eiga þær fullt erindi á stóra sviðið.

Við hvetjum alla Fylkismenn til að fjölmenna á leiki liðsins í vetur og mynda öflugt stuðningsmannalið í stúkunni. Stelpurnar eru að bjóða upp á glæsilegan handbolta og eiga skilið að fá stemmningu í stúkuna eftir því!

Villa
  • Error loading feed data