Barna- og unglingaráð handboltans

Stjórn barna- og unglingaráðs (BUR) 2016-2017:

Hulda Birna Baldursdóttir, formaður, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 660-1973

Freygarður Þorsteinsson, fjárreiðumál, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 664-1054

Anna Ósk Kolbeinsdóttir, ritari, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 861-5353

Jón R. Kristjánsson, meðstj: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 697-8100

Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir, meðstj., This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 857-4757

Guðlaug Kristinsdóttir, meðstj., This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími:690-0512

Elsa Þóra Árnadóttir, meðstj., This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 891-8478

Arnar Þór Friðgeirsson, meðstj., This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 861-6353

Um barna- og unglingaráð handknattsleiksdeildar Fylkis:

Barna- og unglingaráð (BUR) hefur umsjón með yngri flokka starfi handboltans í Fylki og heyrir undir handknattsleiksdeild. Flokkarnir sem um ræðir eru 3.-8. flokkur. BUR er skipað 5-8 sjálfboðaliðum úr röðum foreldra iðkenda. BUR fundar hálfsmánaðarlega eða oftar allan ársins hring. Yfirþjálfari yngri flokka vinnur með BUR að faglegri uppbyggingu starfsins.

Helstu viðfangsefni BUR eru:

 • Rekstraráætlanir
 • Útfærsla og innheimta æfingagjalda
 • Samstarf með foreldraráðum yngri flokka
 • Ráðning þjálfara og samningagerð
 • Umsjón með handboltamótum ásamt sjoppusölu á handboltamótum sem Fylkir sér um
 • Umsjón með uppskeruhátíð í lok tímabils
 • Ef upp koma álitamál í samskiptum þjálfara og foreldra/iðkenda leysir BUR þá í samráði við yfirþjálfara
 • Starfræksla handboltaskólans á sumrin og jólin.
 • Kaup á aðföngum til æfinga

Stefna BUR er að:

 • Að öllum iðkendum líði vel og hafi ánægju af handboltaiðkun
 • Að iðkendur byrji sem fyrst að æfa handbolta og æfi sem lengst fram eftir aldri
 • Að ráða hæfustu þjálfara sem völ er á hverju sinni
 • Að starfið sé metnaðarfullt og bæti handboltagetu iðkenda
 • Að iðkendur fái verkefni við hæfi
 • Að skila hópi hæfra handboltaiðkenda uppí 3. og meistaraflokk

Í starfi með börnum og unglingum geta komið upp álitamál, bæði í starfi þjálfara og þeirra sem sinna sjálfboðaliðastarfi í barna- og unglingaráði. Þau geta snúið að aðferðum og áherslum í þjálfun, vali á liðum, skipulagi móta, aga og reglum, upplýsingagjöf og fleira. Þjálfari sér alfarið um að skipuleggja og sjá um framkvæmd æfinga, velja í lið, skrá ástundun, velja verkefni við hæfi hvers og eins.

Ef upp koma álitaefni og foreldrar vilja koma á framfæri athugasemdum til BUR hefur verið sett upp sérstakt netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. BUR mun fara yfir þau skilaboð sem berast við fyrsta mögulega tækifæri og vinna að lausn mála eins fljótt og auðið er.

Það er gefandi að starfa að uppbyggingu yngri flokka starfsins í Fylki og er í þágu barnanna okkar. BUR hvetur foreldra til að gefa kost á sér til starfa í foreldraráðum og BUR.