Æfingar karatedeildar í vetur

Æfingar karatedeildar byrja um næstu mánaðarmót samkvæmt meðfylgjandi töflu. Framhaldshóparnir byrja 30.08.2017, byrjendur byrja 04.09.2017 og Mini karate byrjar 07.09.2017 og er 10 skipta námskeið.

Skráning er hafin á heimasíðu Fylkis

karate 2017

 

Fylkir Íslandsmeistari 10 árið í röð!

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkissetrinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 10 árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.  Góð þátttaka var á mótinu, um 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára.

Fylkir á 9 á Norðurlandamótinu

Fylkir á 9 af 12 keppendum frá Íslandi sem taka þátt í Norðurlandamótinu í Kumite í Álaborg á laugardaginn.

Á meðfylgjandi mynd eru okkar keppendur sem heita frá vinstri: Embla og Iveta keppa báðar í Cadet, þá koma Katrín, Hekla og Edda sem keppa í Junior.  Strákarnir heita Hrannar sem keppir í Cadet, Máni sem keppir í Junior, Ágúst sem keppir í Cadet og Ólafur sem keppir í Senior. 

 karate2016