Íslandsmeistaramót í karate

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkisselinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og vann alla Íslandsmeistaratitlana sem voru í boði og stóðu uppi sem sigurvegari 9 árið í röð og eru því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.

Æfingar hefjast Karate

Æfingar hefjast fyrir framhaldshópa 01.september samkvæmt stundarskrá.

Byrjendanámskeiðin byrjar 08.september samkvæmt stundarskrá.

Mini karate byrjar 12.september samkvæmt stundarskrá.

Allar skráningar fara í gengum skráningar kerfi Fylkis á forsíðu www.fylkir.com.

Íslandsmeistarar 7 árið í röð (Karate)

Fylkir varð í gær sunnudaginn 27.10.2013 Íslandsmeistari liða í kumite þegar Íslandsmeistaramót unglinga fór fram í húsnæði Hauka að Ásvöllum.
Fylkismenn hömpuðu samtals sex einstaklingstitlum af 8 mögulegum.

Góð þátttaka var á mótinu og voru 8 félög mætt með yfir 50 keppendur til leiks.

Ólafur Engilbert Árnason varð Íslandsmeistari unglinga fjórða árið í röð, Edda Kristín Óttarsdóttir, og Þorsteinn Freygarðsson, unnu Íslandsmeistaratitla þriðja árið í röð. 

Fylkismenn urðu sem áður segir Íslandsmeistarar liða með 23 stig, en næst þeim kom karatedeild Víkings með 11 stig og karatedeild Breiðabliks með 8 stig.  Þess má geta að þetta er sjöunda árið í röð sem Fylkir verður Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.

Karatedeild Fylkis Íslandsmeistarar 6 árið í röð

Íslandsmeistaramót unglinga fór fram 21.10.2012.  Áttum við 9 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega og gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.
Eignuðumst við 5 Íslandsmeistara og unnum þar að auku titilinn Íslandsmeistara félaga en þetta er í 6 árið í röð sem  við löndum þessum titli.

Fylkir Íslandsmeistari í kumite unglinga

 

Sportkaratedeild Fylkis vann Íslandsmeistaramótið í kumite unglinga 5 árið í röð síðasta laugardag
og eignuðumst við 5 Íslandsmeistara, en það voru 5 flokkar af 8 sem við unnum.

Óskum við þeim sem þeim sem tóku þátt í mótinu til hamingju með frábæran árangur.
 

Villa
  • Error loading feed data