Karatedeild Fylkis Íslandsmeistarar 6 árið í röð

Íslandsmeistaramót unglinga fór fram 21.10.2012.  Áttum við 9 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll frábærlega og gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.
Eignuðumst við 5 Íslandsmeistara og unnum þar að auku titilinn Íslandsmeistara félaga en þetta er í 6 árið í röð sem  við löndum þessum titli.

Fylkir Íslandsmeistari í kumite unglinga

 

Sportkaratedeild Fylkis vann Íslandsmeistaramótið í kumite unglinga 5 árið í röð síðasta laugardag
og eignuðumst við 5 Íslandsmeistara, en það voru 5 flokkar af 8 sem við unnum.

Óskum við þeim sem þeim sem tóku þátt í mótinu til hamingju með frábæran árangur.
 

Ný æfingaraðstaða fyrir Karate

Ný æfingaraðstaða hefur verið tekin í gagnið við Norðlingabraut ská á bakvið bensínstöðina.
Í húsinu er fullkominn fimmleikasalur, karatesalur með 2 uppsettum keppnisvöllum og svo er á efri hæðinni frístundaheimili fyrir Norðlingaholtsskóla.
Er þetta gífulega breyting fyrir okkur til hins betra og getum við í Fylkisfólk ekki annað en brosað allan hringinn.

Betri aðstaða mun gera það að verkum að við getum skipulagt allt starfið mun betur, aukið við flokka,
tekið við fleiri iðkenndum og aukið við fjölbreytni í æfingum.

Formleg kyning á húsinu verður þegar það er endanlega tilbúið en það er enn verið að klára að fínpússa.

 

Póstlisti Karatedeildar

Ef þið viljið skrá ykkur á póstlista sem er engöngu með fréttir af Karatedeildinni vinsamlegast sendið þá póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við bættum ykkur á listan.
kveðja
Sempai Pétur