Fylkir á 9 á Norðurlandamótinu

Fylkir á 9 af 12 keppendum frá Íslandi sem taka þátt í Norðurlandamótinu í Kumite í Álaborg á laugardaginn.

Á meðfylgjandi mynd eru okkar keppendur sem heita frá vinstri: Embla og Iveta keppa báðar í Cadet, þá koma Katrín, Hekla og Edda sem keppa í Junior.  Strákarnir heita Hrannar sem keppir í Cadet, Máni sem keppir í Junior, Ágúst sem keppir í Cadet og Ólafur sem keppir í Senior. 

 karate2016

Fylkisiðkendur á Norðurlandamót

Fylkir á 9 af 12 keppendum frá Íslandi sem taka þátt í Norðurlandamótinu í Kumite í Álaborg á laugardaginn.

Á meðfylgjandi mynd eru okkar keppendur sem heita frá vinstri: Embla og Iveta keppa báðar í Cadet, þá koma Katrín, Hekla og Edda sem keppa í Junior.  Strákarnir heita Hrannar sem keppir í Cadet, Máni sem keppir í Junior, Ágúst sem keppir í Cadet og Ólafur sem keppir í Senior. 

karate2016

Karateæfingar byrja 4.jan

Stundaskráin tekur gildi frá og með mánudeginum 04. janúar 

Önninn kostar 22.000 krónur.

Mini karate byrjar föstudaginn 08. janúar og er í 15 skipti, námskeiðið kostar 15.000.- krónur

Skráning fer fram á forsíðu heimasíðu Fylkis www.fylkir.is þar eru líka leiðbeiningar fyrir skráningu

Íslandsmeistaramót í karate

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkisselinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og vann alla Íslandsmeistaratitlana sem voru í boði og stóðu uppi sem sigurvegari 9 árið í röð og eru því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.

Æfingar hefjast Karate

Æfingar hefjast fyrir framhaldshópa 01.september samkvæmt stundarskrá.

Byrjendanámskeiðin byrjar 08.september samkvæmt stundarskrá.

Mini karate byrjar 12.september samkvæmt stundarskrá.

Allar skráningar fara í gengum skráningar kerfi Fylkis á forsíðu www.fylkir.com.

Íslandsmeistarar 7 árið í röð (Karate)

Fylkir varð í gær sunnudaginn 27.10.2013 Íslandsmeistari liða í kumite þegar Íslandsmeistaramót unglinga fór fram í húsnæði Hauka að Ásvöllum.
Fylkismenn hömpuðu samtals sex einstaklingstitlum af 8 mögulegum.

Góð þátttaka var á mótinu og voru 8 félög mætt með yfir 50 keppendur til leiks.

Ólafur Engilbert Árnason varð Íslandsmeistari unglinga fjórða árið í röð, Edda Kristín Óttarsdóttir, og Þorsteinn Freygarðsson, unnu Íslandsmeistaratitla þriðja árið í röð. 

Fylkismenn urðu sem áður segir Íslandsmeistarar liða með 23 stig, en næst þeim kom karatedeild Víkings með 11 stig og karatedeild Breiðabliks með 8 stig.  Þess má geta að þetta er sjöunda árið í röð sem Fylkir verður Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.