Íslandsmeistarar 7 árið í röð (Karate)

Fylkir varð í gær sunnudaginn 27.10.2013 Íslandsmeistari liða í kumite þegar Íslandsmeistaramót unglinga fór fram í húsnæði Hauka að Ásvöllum.
Fylkismenn hömpuðu samtals sex einstaklingstitlum af 8 mögulegum.

Góð þátttaka var á mótinu og voru 8 félög mætt með yfir 50 keppendur til leiks.

Ólafur Engilbert Árnason varð Íslandsmeistari unglinga fjórða árið í röð, Edda Kristín Óttarsdóttir, og Þorsteinn Freygarðsson, unnu Íslandsmeistaratitla þriðja árið í röð. 

Fylkismenn urðu sem áður segir Íslandsmeistarar liða með 23 stig, en næst þeim kom karatedeild Víkings með 11 stig og karatedeild Breiðabliks með 8 stig.  Þess má geta að þetta er sjöunda árið í röð sem Fylkir verður Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.

 

fylkirislmot2013


Kumite drengja 13 ára, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Íslandsmeistari
Kumite pilta 14-15 +63kg, Þorsteinn Freygarðsson Íslandsmeistari
Kumite pilta 16-17 ára, Ólafur Engilbert Árnason Íslandsmeistari
Kumite stúlkna 12-13 ára, Iveta Ivanova Íslandsmeistari
Kumite stúlkna 14-15 ára -54kg Edda Kristín Óttarsdóttir Íslandsmeistari
Kumite stúlkna 14-15 ára +54kg Katrín Ingunn Björnsdóttir Íslandsmeistari
Kumite pilta 14-15 -63kg Máni karl Guðmundsson 2 sæti
Kumite stúlkna 14-15 ára -54kg Lilja Vigdís Davíðsdóttir 2.sæti
Kumite stúlkna 14-15 ára -54kg Hekla Halldórsdóttir 3.sæti
Kumite stúlkna 14-15 ára -54kg Katla Halldórsdóttir 4.sæti

 

Villa
  • Error loading feed data