Karatefólk úr Fylki að gera það gott.

Kara­tefólk úr Fylki gerði það gott á Sport­kara­te­mót­inu í Ála­borg í Dan­mörku um síðustu helgi.

Um helg­ina fór fram hið ár­lega Sport­kara­te­mót í kumite (bar­dagi) í Dan­mörku. Kepp­end­ur komu víða að af Norður­lönd­un­um ásamt kepp­end­um frá Þýskalandi og Úkraínu. Mótið er ár­leg­ur viðburður á dag­skrá kara­te­deild­ar Fylk­is, en stór hluti ís­lenska landsliðsins í kumite kem­ur þaðan. Einnig voru ung­ir og upp­renn­andi kepp­end­ur að stíga sín upp­hafs­skref á er­lend­um vett­vangi og má segja að haustönn­in byrji af mikl­um krafti hjá fé­lag­inu.

Fyr­ir­komu­lagið á mót­inu var þannig að raðað var í hópa þar sem all­ir kepptu við alla og síðan kepptu þeir efstu úr hverj­um hópi um verðlauna­sæti.

Fimm ís­lensk­ir kepp­end­ur náðu verðlauna­sæti: Sara Val­gerður Ótt­ars­dótt­ir náði þriðja sæti í -45 kg flokki stúlkna und­ir 14 ára aldri, Vikt­oría Ing­ólfs­dótt­ir náði þriðja sæti í +50 kg flokki stúlkna und­ir 14 ára aldri, Iveta Ivanova náði þriðja sæti í -53 kg flokki stúlkna und­ir 18 ára aldri, Ólaf­ur Engil­bert Árna­son varð ann­ar í -75 kg flokki full­orðinna og Samu­el Josh Ramos gerði sér lítið fyr­ir og vann flokk -63 kg drengja und­ir 16 ára.

Villa
  • Error loading feed data