Smáþjóðaleikarnir í Karate - vel heppnuð ferð

Farin var risastór keppnisferð á vegum Karatesambands Íslands á Smáþjóðaleikana í karate sem haldnir voru í San Marínó. 
Ferðin var vel heppnuð og fengum við 2 nýja Smáþjóðameistara ásamt fullt af öðrum verðlaunum, 
en hér er listinn af verðlaunum sem Fylkir náði sér í:

Iveta Ivanova 1. sæti í junior -53 kg

Samúel Josh 1.sæti í cadet -63 kg og 3. sæti í liðakeppni

Máni Karl Guðmundsson 3. sæti í senior -67 kg og 3. sæti í opnum flokki.

Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 3. sæti í opnum flokki

Ólafur Engilbert Árnason 3. sæti í senior -75 kg

Ágúst, Máni og Ólafur lentu einnig í 3. sæti í liðakeppni

Allir keppendur Fylkis stóðu sig frábærlega og erum við þjálfararnir mjög stoltir af hópnum og hlökkum til framtíðarinnar.

En það var ekki bara Fylkir sem var að keppa fyrir karatesambandið heldur flest karatefélög á landinu og var samstaðan í hópnum mjög góð og unnu allir saman sem ein heild. Heildarverðlaun hjá öllum frá Íslandi er eftirfarandi:
2 gull, 2 silfur og 19 brons.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Villa
  • Error loading feed data